spot_img
HomeFréttirBenedikt: Vannst með góðum þriðja leikhluta

Benedikt: Vannst með góðum þriðja leikhluta

„Nat-vélin“ var frábær, hann var klárlega maður leiksins, var bæði að skora, frákasta og spila frábæra vörn. Það var auðvitað gaman að byrja á sigri en við gerum okkur grein fyrir því að Snæfellsliðið er ekki fullmótað en stigin eru kærkomin. Vonandi gefur þetta okkur sjálfstraust inn í framhaldið,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs úr Þorlákshöfn í samtali við Karfan.is eftir sigur í Stykkishólmi.
 
 
„Þeir tapa ekki mörgum heimaleikjum þarna í Hólminum en í fyrri hálfleik var enginn að ná sér á strik nema kannski Mike og við þannig lagað bara í góðum málum að vera bara sex stigum undir í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fóru fleiri að leggja í púkkið, gera hlutina sem lið í bæði vörn og sókn og þá small þetta, leikurinn vannst eiginlga í þriðja leikhluta og ekki oft sem Snæfell gerir bara 81 stig á heimavelli,“ sagði Benedikt en það er hver stórleikurinn sem rekur annan því strax í annarri umferð taka Þórsarar á móti Stjörnunni.
 
„VIð ætlum ekkert að ofmetnast á þessum sigri hreinlega af því það vantaði í Snæfellsliðið en þetta þarf að gefa okkur sjálfstraust inn í næstu leiki og viðureignin gegn Stjörnunni verður mjög erfið og þessi leikur í kvöld var bara einn af 22.“
 
Mynd úr safni/ Davíð Þór
  
Fréttir
- Auglýsing -