spot_img
HomeFréttirBenedikt tekur við KR

Benedikt tekur við KR

{mosimage}

Benedikt Guðmundsson, sem þjálfað hefur Fjölni síðustu ár, mun taka við KR og því er kannski hægt að segja að Benedikt sé kominn heim. www.kr.is/karfa greinir frá

Á heimasíðu KR segir eftirafarandi:

Böðvar Guðjónsson formaður kkd. KR var ánægður þegar heimasíðan náði tali af honum í gærkvöldi. "Það er sannkallað gleðiefni að fá Benedikt aftur í Vesturbæinn. Hann er góður KR-ingur og þekkir innviði félagsins og einnig þá einstaklinga sem koma að rekstri deildarinnar. Við munum kappkosta við að búa til umhverfi fyrir Benedikt þar sem hann getur látið gott af sér leiða og lagt hönd á plóginn í átt að þeim markmiðum sem að stjórn deildarinnar, leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn hafa sett sér. Meistaraflokkur karla er skipaður snjöllum leikmönnum og ég veit að þeir fagna komu Benedikt enda mikill fagmaður þar á ferð."

Aðspurður um hvort að Benedikt tæki að sér þjálfun annara flokka hafði Böðvar þetta að segja. "Hann mun þjálfa einhverja yngri flokka en hverja og í hvaða umfangi er óákveðið á þessari stundu. Hins vegar vil ég sérstaklega geta þess að á komandi vetri verður sett á laggirnar svokallað elítu prógramm en þar sem Benedikt í samráði við Inga Þór, yfirþjálfara yngri flokka, velja 8-10 leikmenn sem munu æfa 2-3 í viku. Þessar aukaæfingar skila auðvitað þessum leikmönnum gríðarlega miklu og sem dæmi eru menn eins og Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon og Magni Hafsteinsson vitnisburður um hvað aukaæfingar hjá Benna geta skilað."

Heimasíða KR vill fyrir hönd allra þeirra sem kom að störfum deildarinnar bjóða Benedikt velkominn heim í KR og erum allir fullir tilhlökkunar  að vinna með honum næstu árin.

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -