spot_img
HomeFréttirBenedikt: Menn verða að stíga út

Benedikt: Menn verða að stíga út

 
 ”Varnarlega vorum við hræðilegir  í fyrri hálfleik en allt annað að sjá þann seinni.  En þetta er verkefni vetrarins hjá mér að fá menn til að stíga sinn mann út. Grindavík nær 20 sóknarfráköst í þessum leik og því miður er þetta ekki eins dæmi.   Ég bara veit ekki hvað ég get gert til þess að fá menn til að stíga út, það er eiginlega það sem pirrar mig mest við þetta.  En það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik, við komum okkur inní þennan leik. En það voru atriði s.s. eins og þeir fóru að tví dekka Mike Cook mikið og aðrir voru þá ekki að setja sín skot þegar þeir fengu þau. Ég sagði það fyrir leik að það yrði allt að ganga upp hjá okkur til að vinna þennan leik. Þetta datt ekki okkar megin í þetta skiptið undir lok leiksins.” sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali eftir leik
Fréttir
- Auglýsing -