spot_img
HomeFréttirBenedikt: ÍR hefur fáa veikleika

Benedikt: ÍR hefur fáa veikleika

14:25 

{mosimage}

 

 

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir sína menn vera fulla tilhlökkunnar en KR tekur á móti ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og fer fyrsti leikur liðanna fram í kvöld. KR hefur haft vinninginn í báðum rimmum liðanna í deildarkeppninni en engu að síður eru spár á kreiki um að ÍR komist upp úr fyrstu umferðinni. Benedikt segir það gera einvígið enn skemmtilegra fyrir vikið.

 

Hvernig leggst leikur kvöldsins í þig?

Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur alla. Við gerum okkur grein fyrir að við erum að takast á við erfitt verkefni og erum fullir tilhlökkunar. Það virðast allir spá ÍR sigri og það gerir einvígið ennþá skemmtilegra fyrir okkur.

 

Hvað ber að varast þegar leikið er gegn ÍR?

ÍR er gríðarlega öflugt lið sem hefur fáa veikleika. Þeir hafa marga leikmenn sem geta skorað og fái þeir að spila fast eru þeir mjög öflugir varnarlega líka. Við leggjum upp með ákveðnar varnaráherslur og trúum því að vörnin verði lykillinn okkar í úrslitakeppninni.

 

Einhver einn leikmaður sem þú telur að þurfi sérstaklega að hafa hemil á í ÍR liðinu?

Það er enginn einn sem ber sérstaklega að varast heldur þurfum við að stoppa alla leikmenn liðsins. Þeir eru með 9 leikmenn sem allir geta sett slatta af stigum á töfluna. Við þurfum að spila topp liðsvörn í þessu einvígi og það ætlum við okkur að gera.

 

Hvernig eru þínir menn stemmdir og eru allir heilir fyrir kvöldið?

Það eru allir mjög stemndir fyrir kvöldið. Við erum með eina 3 leikmenn sem eru meiddir en þeir spila samt enda alvöru keppnismenn sem fórna sér fyrir liðið á svona stundu.

Fréttir
- Auglýsing -