spot_img
HomeFréttirBenedikt hættur með Þór

Benedikt hættur með Þór

Benedikt Rúnar Guðmundsson körfuknattleiksþjálfari hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Þór eftir að hafa stýrt báðum meistaraflokkum félagsins í tvö ár. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs í morgun.

Benedikt kom til Þórs á vordögum 2015 og með komu hans hófst mikil uppsveifla hjá félaginu og almennur áhugi í bænum á íþróttinni.

Í viðtali við heimasíðu Þórs kveðst Benedikt vera þakklátur fyrir þann tíma sem hann var fyrir norðan.  „Það var hrikalega gaman að hafa tekið þátt í því að rifa upp körfuboltann á Akureyri aftur. Það er svo mikil sál í íþróttafélaginu Þór og það sem einkennir félagið er stórt hjarta og samheldni. Þá á ég við félagið í heild. Hérna er ég búinn að kynnast mikið af góðu fólki. Á Akureyri er frábært að búa og hérna hefur mér liðið virkilega vel. Ég kveð því með miklum söknuði. Það er bókað mál að ég mun koma ansi oft hingað norður í heimsókn í framtíðinni.“ sagði Benedikt við heimasíðu Þórsara. 

Benedikt segir óljóst hvað hvað taki við hjá sér. „Hvað varðar þjálfun er það er algjörlega óljóst enda snýst þessi ákvörðun mín ekki um það heldur hluti eins og t.d. að taka meiri þátt í uppeldi barnanna minna og fleira. Vissulega ætla ég mér að þjálfa áfram og það gæti alveg eins að ég skelli mér í yngri flokka þjálfun aftur. Ég er yngri flokka þjálfari í grunninn og lít alltaf á mig sem slíkan. Ég er alls ekki að flytja aftur suður af því að ég er kominn með annað lið." sagði Benedikt að lokum. 

Fréttir
- Auglýsing -