spot_img
HomeFréttirBenedikt hættur hjá KR og leitar að nýju félagi

Benedikt hættur hjá KR og leitar að nýju félagi

 
Benedikt Guðmundsson hefur hætt störfum hjá uppeldisfélagi sínu, KR, þar sem hann hefur unnið frábært starf síðustu árin. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is  
Benedikt gerði karlalið félagsins að meisturum fyrir ári og lék svo sama leik með kvennalið félagsins í ár.
 
„Ég starfa ekki fyrir KR á næsta ári hið minnsta. Við skildum í góðu og það eru engin leiðindi í kringum mína brottför," segir Benedikt.
 
„Ég vildi vera með kvennaliðið áfram en það er niðurskurður hjá félaginu og ég hefði þurft að taka á mig mikla launalækkun til þess að halda því starfi áfram. Ég þarf að sjá fyrir fjölskyldu og gat því ekki tekið því sem var í boði. Ég skil samt KR vel og því eru engin illindi í þessu," segir Benedikt en hann gerir einnig ráð fyrir að láta af störfum sem íþróttafulltrúi KR.
 
Fréttir
- Auglýsing -