spot_img
HomeFréttirBenedikt Guðmundsson: Með toppleik komast Grindavíkurkonur áfram

Benedikt Guðmundsson: Með toppleik komast Grindavíkurkonur áfram

14:02 

{mosimage}

 

 

Karfan.is fékk þjálfara KR, Benedikt Guðmundsson, til að segja sína hlið á undanúrslitunum í Lýsingarbikarkeppninni sem fram fara á sunnudag og mánudag. Benedikt telur að með toppleik komist Grindavíkurkonur áfram og segir karlalið Keflavíkur eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Sjáum hvað Benedikt hefur að segja um leiki helgarinnar:

 

Sunnudagur 28. jan: Grindavík-Haukar, kvk, kl. 17:00

Svona fyrirfram er allt sem mælir með sigri Hauka þar sem Haukar hafa haft nokkra yfirburði í kvennaboltanum og byggt upp fyrnasterkt lið. En þetta er bikarleikur og þeir eru frábrugnir öðrum leikjum og allt getur gerst. Það eru ekki alltaf endilega bestu liðin sem verða bikarmeistararar og það gerir bikarkeppnina svo skemmtilega og óútreiknanlega. Vissulega verða Haukar að teljast sigurstranglegri en Grindavík hefur heimavöllinn og með topp leik getur Grindavík unnið.

 

Sunnudagur 28. jan: Grindavík-ÍR, kk, kl. 19:15

Þetta er erfiður leikur að spá í þar sem Grindavíkurliðið hefur verið að breytast nokkuð í þessum mánuði. Fyrst kom Calvin Clemmons inn í liðið og núna er Steven Thomas farinn og bakvörður að koma í staðinn. Nýi maðurinn fær ekki mikinn tíma til að aðlagast fyrir þennan mikilvæga leik. Aftur á móti er ÍR búið að slípast saman eftir að Hreggviður Magnússon og Nate Brown komu inn og hefur því ákveðið forskot í þessum leik. 

 

Sunnudagur 28. jan: Hamar/Selfoss-Keflavík, kk, 19:15

Heimavöllurinn hefur komið sér vel í bikarkeppninni þennan veturinn og hafa t.d. Njarðvík, KR, Snæfell og Skallagrímur dottið út á útivelli. Heimavöllur þeirra Hamarsmanna er gríðarlega erfiður. Völlurinn sjálfur í minni kantinum, hitastigið við frostmark og áhorfendur eru duglegir að gefa liðinu aukakraft með hvatningu og jákvæðum straumum. Heimamenn eiga auðveldara með að stjórna hraðanum á "frímerkinu" en á öðrum völlum og koma til með að spila á Byrd hraða. Keflavík á erfitt verkefni fyrir höndum og eftir stutt stopp á heimavelli er leikur á hugsanlega erfiðasta útvelli landsins framundan.

 

Mánudagur 29. jan: Keflavík-Hamar, kvk, kl. 19:15

Það er gaman fyrir Hamar að vera með bæði karla- og kvennalið í undanúrslitum bikarsins. Það hins vegar þarf mikið að gerast svo að Keflavík tapi þessum leik þar sem geturmunur liðanna er hreinlega of mikill. Þetta er eini leikurinn sem ég treysti mér til að spá um úrslit og ætla að tippa á heimasigur.

 

Enn eiga fleiri spámenn eftir að tjá sig um unanúrslitin svo það er um að gera að fylgjast vel með hér á karfan.is

 

Sjá spá Hlyns Bæringssonar

Sjá spá Guðrúnar Soffíu Björnsdóttur

Fréttir
- Auglýsing -