spot_img
HomeFréttirBenedikt Guðmundsson: KR-ÍR ? 50/50 sería?

Benedikt Guðmundsson: KR-ÍR ? 50/50 sería?

06:00
{mosimage}

(Benedikt Guðmundsson) 


Karfan.is náði tali af Benedikt Guðmundssyni þjálfara KR í leikslok í DHL-Höllinni í kvöld þar sem KR vann nokkuð auðvelda sigur á Skallagrím. Benedikt sagði að ekkert mætti fara úrskeiðis þegar KR og ÍR mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í sannkölluðum Reykjavíkurrimmum.

 

Ertu ánægður með leikinn í kvöld?

Já já, mér fannst þetta bara mjög fínt hjá okkur. Mér fannst við byrja þetta sterkt og leiða svo allan leikinn. Auðvita koma svona kaflar þar sem við vorum ekki alveg að spila nægilega vel en við rifum okkur alltaf uppúr því og náðum taktinum aftur. Ég get því ekki verið annað en sáttur því Skallagrímur er með hörku mannskap


Þið réðuð illa við Flake í fyrr hálfleik, er ekki hægt að stoppa hann?
 

Já, þetta er náttúrulega bara frábær leikmaður og ég þekki það bæði, að hafa hann í mínu liði uppí Grafarvogi og ég kom með hann til KR hérna á sínum tíma til Inga þegar hann var að þjálfa KR og þekki hann náttúrulega þvílíkt vel. Þetta er bara besti erlendi leikmaður sem hefur komið hingað, þvílíkur nagli.

 
Hvernig lýst þér á ÍR í úrslitakeppninni? 

Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er bara 50/50 sería og það má ekkert fara úrskeiðis, maður má ekkert misstíga sig því að þeir eru miklu betri heldur en staðan í deildinni hjá þeim segir til um. Þetta er lið sem mér finnst hafa flest til þess að festa sig í sessi sem topp 4-5. Einhverra hluta vegna hafa þeir ekki náð því undanfarin ár en þeir geta unnið hvaða lið sem er.

 
Er það þá heimavallarétturinn sem munar?

Ég veit það ekki, við töpuðum fyrir þeim í fyrra, fyrsta leik, á heimavelli og þurftum að ná í sigur út í Seljaskóla og klára þá svo hérna í oddaleik. Við erum ekkert betri en neitt einasta lið í deildinni ef við erum ekki að berjast og djöflast og gera litlu hlutina, stíga út og hlaupa aftur í vörn. Ef þú horfir á “rosterinn” þá erum við kannski með hæfileikaríkara lið en það er bara lítil prósenta.

 
Varstu ánægður með hvernig JJ Sola steig upp í kvöld?

Já ég hef ekki verið ánægður með hann undanfarið og fór aðeins yfir það hvað ég vildi fá frá honum. Mér fannst hann vera að þröngva hlutum og ætla svolítið að sigra heiminn eftir að hann kom aftur. Þegar hann spilar þennan sendingaleik þar sem það er flæði í kringum hann, þetta er náttúrulega frábær sendingamaður, og þá eru allir að njóta sín með honum. Hann getur samt verið að skora hann sé að dreifa boltanum út um allt þannig að ef hann spilar svona, nákvæmlega svona, þá er bæði hann og liðið í fínum málum sóknarlega.

 

Texti: Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -