15:47
{mosimage}
(Bendikt Guðmundsson)
Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla fer í Vesturbæinn samkvæmt spá fjölmiðla, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Bendikt Guðmundsson þjálfari KR segir það ekki hafa komið sér á óvart að KR yrði spáð titlinum því að hans lið ásamt Grindvíkingum hafi virkað hvað sterkust á undirbúningstímabilinu síðustu daga og vikur.
Það kom ykkur í Vesturbænum væntanlega ekki á óvart að verða spáð Íslandsmeistaratitlinum eða hvað?
Nei alls ekki. Eins og Poweradebikarinn var að spilast þá voru þetta við og Grindavík sem virkuðu sterkust. Bæði voru að spila flottan og skemmtilegan bolta sem lofar góðu. Önnur lið eiga eftir að gera atlögu að þessum tveimur liðum alveg klárlega þegar líður á mótið. Sé lið eins og Keflavík, Njarðvík og Snæfell vaxa jafnt og þétt í vetur. Svo sé ég lið eins og Tindastól, Þór Akureyri og Stjörnuna blanda sér í toppbaráttuna og hirða mörg stig af þeim liðum sem eru án erlendra leikmanna.
Hver er þín tilfinning fyrir vetrinum sem er að ganga í garð?
Ég held að framundan sé einn skemmtilegasti vetur í langan tíma. IE-deildin hefur verið að verða flottari á hverju ári og mikið af skemmtilegum liðum í vetur. Ég held að fækkun erlendra leikmanna muni hafa jákvæð áhrif á allt saman. Held líka að aðsóknin á Poweradebikarinn sé fyrirheit um það sem koma skal. Á von að góðri aðsókn í allan vetur.
Hvaða lið finnst þér líklegast til að verða spútniklið deildarinnar í ár?
Ég sé Tindastól verða mun ofar í töflunni en spáin segir til um. Flake var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra og Ben Luber er hörku leikstjórnandi. Þá skilst mér að Daninn hafi verið að koma vel út. Þessir ásamt flottum íslenskum kjarna af uppöldum krókurum sem hafa verið að týnast til baka og munu gera gott mót.
Viltu segja okkur hvernig bolta KR ætlar að leggja upp með í vetur?
Það hefur aldei verið leyndarmál að ég vil spila hraðan bolta. Við komum til með að reyna hafa tempóið hátt og spila agressívan varnarleik. Mér tókst þetta ágætlega fyrsta tímabilið mitt með KR en í fyrra klikkaði samsetninginn á liðinu hjá mér algjörlega og ég var að reyna spila bolta sem var langt frá því að vera minn stíll. Það geri ég akki aftur og núna hef ég fengið stráka til baka sem þekkja minn stíl og hafa spilað hann frá því þeir voru smá pattar. Ég hlakka því gríðarlega til tímabilsins.