spot_img
HomeFréttirBenedikt: Ekki mín ákvörðun

Benedikt: Ekki mín ákvörðun

Tilkynnt var í morgun að Benedikt Guðmundsson myndi ekki halda áfram sem þjálfari Þórsara í Þorlákshöfn en þar hefur hann verið við stjórnartauma síðustu 5 ár. "Þetta var ekki mín ákvörðun en skiljanlegt eftir 5 ár að það sé komin þreyta hjá einhverjum. Samningurinn er að renna út og ekkert óeðlilegt eftir hálfan áratug að einhverjir vilji fá nýja rödd með nýjar áherslur. Þetta hefur verið frábær tími innan sem utan vallar sem ég er endalaust þakklátur fyrir. " sagði Benedikt í samtali við Karfan.is

Benni kom Þórsururm ekki bara úr 1.deildinni heldur alla leið í úrslit gegn Grindavík fyrir 2 árum síðan en ótal minningar hljóta að vera úr svona ævintýri. "Þær eru svo margar minningarnar og erfitt að gera upp á milli. Það sem stendur upp úr fyrir mér er tíminn sem ég átti með góðu fólki. Þessi 5 ár liðu fáranlega hratt af því það var gaman. Ég naut þess að fylgjast með Ragga Nat vaxa og dafna hjá okkur í Höfninni, sjá Tómas Heiðar springa út, horfa á Grétar Inga komast í úrvalsliðið í vetur, sjá Baldur Þór þróast í að vera orðinn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar osfv. Svo bara að hafa tekið þátt í því að koma Þór Þorlákshöfn á kortið í íþróttalífinu á Íslandi ásamt mörgu góðu fólki."

En þá er bara spurning hvað tekur við en einhverjar raddir hafa verið á lofti að Benedikt væri á leið í Stykkishólm.  "Það er ómögulegt að segja hvað tekur við. Eina sem ég veit núna er að ég verð að þjálfa einhvers staðar. Þetta er líkast til bara kjaftasaga þetta með Hólminn því þar er topp þjálfari nú þegar.  En ef hann myndi segja þetta gott í þjálfuninni og skella sér í dómgæsluna þá er Hólmurinn frábær staður fyrir hvaða þjálfara sem er." 

 

Fréttir
- Auglýsing -