spot_img
HomeFréttirBenedikt: Alltaf markmiðið hjá KR að vinna titla

Benedikt: Alltaf markmiðið hjá KR að vinna titla

23:10
{mosimage}

 

(Bendikt Guðmundsson) 

 

Karfan.is ræddi við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR í dag þegar félagið tilkynnti að þeir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarsson myndu leika með liðinu á næstu leiktíð. Benedikt segist hafa orð þessara tveggja bakvarða fyrir því að þeir hoppi ekki upp í atvinnumannalestina á erlendri grundu á miðri íslenskri leiktíð og að markmiðið væri ávallt að vinna titla hjá KR.

 

Er komin mikil pressa á KR fyrir næstu leiktíð með þessum tveimur mannaráðningum í dag?

Ég held að pressan verði hvorki meiri né minni en vanalega við þessar ráðningar því það fylgir alltaf pressa þessu félagi. Þeir sem alast upp hérna vita það og þekkja umhverfið, fyrir þeim er þetta bara hið eðlilegasta umhverfi.

 

Á að halda áfram að ráða leikmenn eða er þetta komið gott núna?

Við erum með opna hurð fyrir fleiri KR-inga sem vilja koma og höfum fengið þá fleiri til baka en Jón og Jakob. Það eru t.d. nokkrir komnir aftur úr þessum 1982 árgangi sem tapaði varla leik hér um árið.

 

Hvað með erlenda leikmenn?

Það verður einn kani en við verðum ekki með bosmann leikmann.

 

Hefur þú áhyggjur af því að Jón og Jakob fari út í atvinnumennsku á yfirstandandi leiktíð á Íslandi?

Nei, þeir lofuðu mér því báðir áður en þeir komu hingað að þeir yrðu hér alla leiktíðina. Ég hef þeirra orð fyrir því að þeir verði hér. Við höfum enn ekki sett okkur markmið og þurfum að fara yfir þau mál en auðvitað er markmiðið alltaf hjá KR að vinna titla og það hefur ekkert breyst.

 

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -