spot_img
HomeFréttirBenedikt: Á von á því að Valsmenn fjölmenni á leikinn

Benedikt: Á von á því að Valsmenn fjölmenni á leikinn

 

Valur

 

Frá árinu 1980 til ársins 1983 vann Valur 3 bikarmeistaratitla. Síðan ekki söguna meir. Þetta árið hefur fyrstu deildar liðið þó staðið sig vel. Í þeim þrem umferðum sem að þeir hafa farið í gegnum fyrir undanúrslitin hafa þeir slegið út úrvalsdeildarlið. Öfugt við mótherja dagsins, KR, sem hafa aðeins farið í gegnum fyrstu og annarrar deildar lið á sinni leið í Höllina.

 

Þó að Valur verði að teljast ólíklegir til þess að sigra ríkjandi bikar, deildar og Íslandsmeistara, hljóta þeir að teljast sýnd veiði en ekki gefin. Í síðustu 10 leikjum sínum í fyrstu deildinni hafa þeir sigrað í 9 og tapað aðeins 1. Ofan á það hafa þeir, til þessa, slegið út 3 úrvalsdeildarfélög í bikarkeppninni. Þó þarf gjörsamlega allt að ganga upp hjá þeim í þessum leik. Þeir þurfa að eiga leik upp á tíu til þess að sigra. Líkurnar eru alls ekki með þeim, en KR hefur þó alveg sýnt það síðustu ár að eigi minni lið góða leiki gegn þeim í Höllinni, eiga þeir það til að brotna.

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn KR fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: 101-78 tap 13. mars 2014 

Viðureign í 8 liða úrslitum: 81-70 sigur á Haukum

Viðureign í 16 liða úrslitum: 108-105 sigur á Skallagrím

Viðureign í 32 liða úrslitum: 74-63 sigur á Snæfell

Fjöldi bikarmeistaratitla: 3

Síðasti bikarmeistaratitill: 1983

 

 

Viötöl

 

Ágúst Björgvinsson:

 

Benedikt Blöndal:

Fréttir
- Auglýsing -