spot_img
HomeFréttirBellucci með 45 stig í Stjörnusigri

Bellucci með 45 stig í Stjörnusigri

19:53 

{mosimage}

(Kjartan Kjartansson sækir að körfu Ármanns/Þróttar)

Benjamin Belucci gerði 45 stig í dag þegar Stjarnan halaði inn öðrum sigri sínum í 1. deild karl. Stjarnan mætti Ármanni/Þrótti í Hagaskóla og voru lokatölur leiksins 79-106 Stjörnunni í vil. Hjá Ármanni/Þrótti var Halldór Úlriksson atkvæðamestur með 23 stig.  

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks sem bæði gerðust sek um léttvæg brot sem hægðu mjög á leiknum. Stjarnan hafði þó yfir að loknum fyrsta leikhluta 19-21. Í öðrum leikhluta sigu gestirnir úr Garðabæ hægt og bítandi fram úr og áttu liðsmenn Ármanns/Þróttar í vandræðum með að skora inni í teig enda með töluvert lægra lið en Stjarnan. Staðan í hálfeik var 39-51 fyrir Stjörnuna. 

{mosimage}

Í þriðja leikhluta bættu Stjörnumenn í og juku muninn í 18 stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Ármann/Þróttur átti fína kafla við og við en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur leiksins voru því 79-106 eins og áður greinir. 

Með sigrinum jöfnuðu Stjörnumenn Hött og KFÍ að stigum en þessi þrjú lið hafa öll fjögur stig. Á botninum í 1. deild sitja svo leikmenn Ármanns/Þróttar með 2 stig. 

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -