Ísland mætir Belgíu kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag í öðrum leik liðanna á EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi. Bæði töpuðu liðin sínum fyrstu leikjum á mótinu, Belgía gegn Frakklandi og Ísland gegn Ísrael, svo bæði eru á höttunum eftir fyrsta sigur mótsins þetta árið.
Sé litið til síðustu ára hefur Ísland ekki oft leikið gegn Belgíu. Það þarf þó ekki að fara ýkja langt aftur til þess að skoða viðureignir liðanna tveggja. Á árunum 2016 til 2019 mættust liðin í fjögur skipti í æfingaleikjum og undankeppnum EuroBasket.
Hér fyrir neðan má sjá leikina fjóra, en í þremur af þeim hafði Belgía sigur og Ísland vann aðeins einn. Þessi eini var samt ansi mikilvægur fyrir Ísland, þar sem það var sigur í honum sem var stór þáttur í að liðið komst á lokamót EuroBasket 2017.
Síðustu leikir gegn Belgíu
Belgía 80 – 65 Ísland árið 2016
Ísland 74 – 68 Belgía árið 2016
Ísland 66 – 79 Belgía árið 2018
Belgía 90 – 62 Ísland árið 2019



