spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Belgía, Frakkland og Serbía taplaus á EuroBasket

Belgía, Frakkland og Serbía taplaus á EuroBasket

Lokamót EuroBasket kvenna rúllaði af stað síðastliðinn fimmtudag, en leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Eftir fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar eru þrjú lið enn taplaus, Belgía, Serbía og Frakkland. Mótherjar Íslands í undankeppninni Spánn og Ungverjaland hafa þó bæði nokkuð óvænt tapað einum leik og unnið einn, en Ísland var einu sæti frá því í riðlakeppninni að tryggja sig áfram á lokamótið.

Ekkert er leikið á mótinu í dag, en á morgun mun riðlakeppnin klárast og hefjast úrslit keppninnar á mánudag.

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna er hægt að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu

Fréttir
- Auglýsing -