spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Belgía Evrópumeistari í fyrsta skipti

Belgía Evrópumeistari í fyrsta skipti

Belgía fagnaði sögulegum fyrsta ​​EuroBasket titli kvenna með sigri á fjórföldum sigurvegurum Spánar í úrslitaleiknum í dag. Belgía náði 10 stiga mun með sterkum lokaspretti í lokafjórðungnum og tryggðu sér að lokum átta stiga sigur 64-58.

Kyara Linskens skilaði glæsilegri tvennu í leiknum fyrir Belgíu, 18 stigum og 15 fráköstum og Emma Meesseman bætti við 24 stigum, 8 fráköstum og stal 5 boltum. Belgía var að keppa í úrslitaleiknum í fyrsta skipti og endaði mótið með fullkomna sex sigra í leikjum, en þær eru 12. þjóðin sem vinnur titilinn.

Emma Meesseman var að leikslokum valin verðmætasti leikmaður mótsins, en hún skilaði 22 stigum, 9 fráköstum, 5 stoðsendingum og 4 stolnum boltum að meðaltali í leik.

Í leiknum um þriðja sætið tryggði Frakkland sér bronsverðlaunin með 82-68 sigri á Ungverjalandi og endaði á verðlaunapalli áttunda lokamótið í röð.

Það helsta úr úrslitaleiknum:

Fréttir
- Auglýsing -