Belgía lagði heimamenn í Póllandi í kvöld í lokaleik D riðils lokamóts EuroBasket 2025 í Katowice, 70-69.
Pólland hafði þegar tryggt sig áfram með þrjá sigra á mótinu, en þeir enda í 2. sæti riðilsins og mæta Bosníu í 16 liða úrslitunum komandi sunnudag 7. september.
Þrátt fyrir að vera með tvo sigra á mótinu þarf Belgía að sætta sig við 5. sæti riðilsins og eru þeir því líkt og Ísland sem er í 6. sætinu úr leik þetta árið.
Í leik kvöldsins var það Mateusz Ponitka sem var stigahæstur fyrir heimamenn með 16 stig á meðan Emmanuel Lecomte var stigahæstur fyrir Belgíu með 19 stig.
Lokastaða riðils Íslands




