Íslenska landsliðið mætir Belgíu kl. 12:00 í dag í sínum öðrum leik á lokamóti EuroBasket.
Fyrir leik dagsins höfðu bæði lið tapað fyrstu leikjum sínum á mótinu síðasta fimmtudag. Ísland gegn Ísrael og Belgía gegn Frakklandi.
Liðin tvö, Belgía og Ísland, metin nokkuð nálægt hvoru öðru í styrkleika í aðdraganda mótsins. Belgía skör ofar í síðustu kraftröðun FIBA, í 19. sætinu, á meðan Ísland var í 21. sætinu.
Sé litið til stuðla Lengjunnar er staðan nokkuð svipuð fyrir þennan leik. Sigur hjá Belgíu er á stuðlinum 1.7 á meðan stuðullinn hjá Íslandi er 2.15.



