spot_img
HomeFréttirBeinum útsendingum fjölgað

Beinum útsendingum fjölgað

Stöð 2 Sport hefur ákveðið að bjóða upp á fleiri beinar útsendingar frá leikjum í Subway deildum og kvenna en tekur breytingin gildi í þessari viku. Um er að ræða viðbótarþjónustu fyrir áskrifendur en áfram verða stærstu leikir hverrar umferðar sýndir á aðalrásum Stöðvar 2 Sports ásamt umfjöllunarþáttum. Útsendingar frá leikjum á hliðarrásunum verða fyrst um sinn hvorki með lýsanda né endursýningar.


Aukaleikir verða sýndir á hliðarrásunum Subway deildin 1 og Subway deildin 2 sem verða
aðgengilegar á myndlykilum Vodafone og Símans, sem og í sjónvarpsappi Stöðvar 2.

Fréttir
- Auglýsing -