spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBeint úr háskólaboltanum til Snæfells

Beint úr háskólaboltanum til Snæfells

Snæfell hefur samið við Damione Thomas um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Damione er 208 cm bandarískur framherji/miðherji sem kemur til Snæfells beint úr bandaríska háskólaboltanum. Samkvæmt þjálfara liðsins Gunnlaugi Smárasyni er Damione lipur og hreyfanlegur leikmaður og því ætti hann að smella vel inn í þann bolta sem liðið vill spila.

Tilkynning:

KKD. Snæfells hefur samið við bandaríska leikmanninn Damione Thomas. Damione er 208 cm leikmaður sem getur spilað hraðan bolta eins og liðið vill spila. Damione leiddi liðið sitt í stigaskori, fráköstum og vörðum skotum á tímabilinu.

Í samtali við heimasíðuna sagði Gunnlaugur þjálfari að hann sé virkilega spenntur að fá Damione í hópinn, hann er með mikla hæð og er virkilega lipur og hreyfanlegur og ætti því að geta spilað hraðan leik eins og við viljum spila. Við vonumst til að fá mikla orku frá honum og eitthvað fyrir aðdáendur liðsins að gleðjast yfir.

Damione er væntanlegur í Hólminn í byrjun september.

Við bjóðum Damione Thomas kærlega velkominn í Snæfell.

Fréttir
- Auglýsing -