Íslenska U20 landsliðið leikur í átta liða úrslitum A-deildar Evrópumótsins í dag. Leikurinn fer fram í Grikklandi en mótherjar Íslands eru frá Ísrael.
Ísland fór ansi illa með Svíþjóð í 16 liða úrslitum mótsins sem fram fóru í gær en Ísrael vann nokkuð nauman sigur á Ítalíu.
Ísrael vann C-riðil mótsins nokkðu örugglega en liðið hefur vaxið gríðarlega og hefur Tamir Blatt leikstjórnandi liðsins verið einn af bestu leikmönnum mótsins. Liðið átti í fullu fangi með Ítalíu í dag en hafði sigur að lokum.
Ísland mætti Ísrael á æfingamóti í Laugardal fyrir nærri mánuði síðan. Þá hafði Ísrael betur í spennuleik en bæði lið hafa bætt sinn leik mjög síðan þá. Nánar um þann leik má lesa hér.
Leikurinn fer fram kl 11:30 í dag og verður í beinni útsendingu hér fyrir neðan:
Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
4. Halldór Garðar Hermannson – Þór Þorlákshöfn
5. Arnór Hermannsson – KR
6. Ingvi Þór Guðmundsson – Grindavík
7. Snorri Vignisson – Breiðablik
8. Kristinn Pálsson – Marist, USA
9. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR
10. Kári Jónsson – Drexel, USA
11. Snjólfur Stefánsson – Njarðvík
12. Eyjólfur Ásberg Halldórsson – Skallagrímur
13. Breki Gylfason – Haukar
14. Sæþór Elmar Kristjánsson – ÍR
15. Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri