spot_img
HomeFréttirBeinar útsendingar á Sýn

Beinar útsendingar á Sýn

12:35 

{mosimage} 

Í vetur mun sjónvarpsstöðin Sýn sýna einn leik beint í hverjum mánuði fram að úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni verður svo sýnt frá miklum fjölda leikja og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Í fyrra tókst sérstaklega vel upp og var síðasti leikurinn á milli KR og Njarðvíkur í algerum sérflokki þegar talað er um sjónvarpsútsendingu enda miklu tilkostað. 

Fyrsti leikurinn sem verður í beinni á Sýn þetta tímabilið verður á fimmtudaginn í DHL höllinni en þá taka Íslandsmeistarar KR á móti silfurliði Njarðvíkur. Leikurinn hefst klukkan 19:15. 

Það er einnig líklegt að fleiri uppákomur verði á Sýn frá Iceland Express deildunum í vetur og verður það kynnt síðar.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -