spot_img
HomeFréttirBein útsending: Ísland mætir Georgíu í fyrsta leik EM U18 drengja

Bein útsending: Ísland mætir Georgíu í fyrsta leik EM U18 drengja

Íslenska U18 landslið drengja hefur leik í B-deild evrópumótsins í dag. Mótið fer fram í Tallinn í Eistlandi þetta árið og hefst í dag. Þrjú lið komast í A-deild EM að ári og því mikið undir. 

 

Andstæðingar Íslands í þessum fyrsta leik er Georgía. Á evrópumótinu fyrir ári síðan endaði Ísland í 13. sæti mótsins en Georgía í því tíunda en liðin mættust ekki innbyrgðis. Þjálfari U18 landsliðsins er Friðrik Ingi Rúnarsson og honum til aðstoðar er Lárus Jónsson. 

 

Leikur Georgíu og Íslands hefst kl 13:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hér fyrir neðan: 

 

Leikmannahópur U18 landsliðsins sumarið 2017 lítur svona út:

 

Andrés Ísak Hlynsson KR
Arnór Sveinsson  Keflavík
Bjarni Guðmann Jónsson  Skallagrímur
Gabríel Sindri Möller  Njarðvík
Hilmar Pétursson  Haukar
Hilmar Smári Henningsson  Haukar
Hlynur Logi Ingólfsson  Fjölnir
Ingvar Hrafn Þorsteinsson  ÍR
Ísak Sigurðarson  Haukar
Nökkvi Már Nökkvason  Grindavík
Orri Hilmarsson  KR
Sigvaldi Eggertsson  KR

 

Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson

Aðstoðarþjálfari: Lárus Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -