Ísland lýkur leik í B-deild evrópumóts U18 landsliða karla í dag en mótið hefur farið fram á Eistlandi síðustu misseri. Íslenska liðið mætir Belgíu í dag í leik um níunda sæti mótsins.
Ísland vann Portúgal í umspilinu um 9-12 sæti í gær en Belgía vann Ungverjaland. Íslenska liðið hefur staðið sig ljómandi vel á mótinu, unnið góða sigra á sterkum liðum en var hársbreidd frá því að komast í átta liða úrslit.
Leikurinn fer fram kl 14:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hér að neðan: