spot_img
HomeFréttirBein útsending: Ísland leikur gegn Þýskalandi í 16 liða úrslitum

Bein útsending: Ísland leikur gegn Þýskalandi í 16 liða úrslitum

Í dag mun undir 20 ára lið karla leika í 16. liða úrslitum í A deild Evrópumótsins í Chemnitz í Þýskalandi. Mun þetta vera í annað skiptið í sögunni sem liðið leikur í efstu deild þessa aldursflokks, en liðið komst upp fyrir tveimur árum og hélt sér uppi síðasta sumar.

 

Fjórði leikur Íslands er gegn Þýskalandi kl. 18:15 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

 

Ísland endaði í neðsta sæti D-riðils með þrjú töp í þremur leikjum. Öll liðin komast í útsláttarkeppni eftir riðlakeppni en Ísland mætir sigurvegaranum úr C-riðli. Það var Þýskaland og spila liðin í 8. liða úrslitum í dag. 

 

Þessi sömu lið mættust í leik um 7. sætið á mótinu fyrir ári síðan þar sem Þýskaland vann með sex stigum. 

 

Allir leikir liðsins munu verða í beinni útsendingu, sem og verða fréttir af þeim bæði hér á Körfunni og á síðu Körfuknattleikssambandsins. Frekari upplýsingar er að finna um mótið hér.

Fréttir
- Auglýsing -