Evrópumót U20 landsliða karla hófst í dag á Krít í Grikklandi. Þar fer A-deild keppninnar fram og Ísland er meðal þátttakanda í fyrsta skipti í sögunni. Á mótinu leika NBA leikmann, verðandi NBA leikmenn og upprennandi stjörnur í evrópska boltanum.
Ísland mætir Frakklandi í dag kl 13:00 að íslenskum tíma. Liðið endaði í 13 sæti fyrir ári síðan eftir að hafa unnið hreinan úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni. Flestir leikmenn liðsins leika með liðum í frönsku A-deildinni þar sem Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson munu leika á næsta tímabili.
Leikurinn er í beinni útsendingu hér að neðan:

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
4. Halldór Garðar Hermannson – Þór Þorlákshöfn
5. Arnór Hermannsson – KR
6. Ingvi Þór Guðmundsson – Grindavík
7. Snorri Vignisson – Breiðablik
8. Kristinn Pálsson – Marist, USA
9. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR
10. Kári Jónsson – Drexel, USA
11. Snjólfur Stefánsson – Njarðvík
12. Eyjólfur Ásberg Halldórsson – Skallagrímur
13. Breki Gylfason – Haukar
14. Sæþór Elmar Kristjánsson – ÍR
15. Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri