Innan stundar verður karlalandslið Íslands í fyrsta skipti í pottinum er dregið er í undankeppni heimsmeistaramóts landsliða í körfubolta. Tólf evrópsk lið komast alla leið í aðalmótið en þetta er í fyrsta sinn sem undankeppni er haldin og því nýtt keppnisfyrirkomulag.
Drátturinn fer fram í Kína í hádeginu eða kl 12:00 að íslenskum tíma. Dregið er í undankeppni fyrir allar heimsálfur en samkvæmt upplýsingum frá FIBA hefst drátturinn fyrir Evrópu kl 12:29. Bein útsending verður á Youtube rás FIBA og á facebook síðu KKÍ. Ísland verður í riðli með þremur öðrum evrópuþjóðum og er í sjötta styrkleikapotti af átta.
Það er ljóst að Ísland getur leikið í riðli með stórum körfuboltaþjóðum á borð við Grikkland, Ítalíu, Tékkland, Lettland og Tyrklandi í riðli. Scottie Pippen, Andrew Gaze, Andrei Kirilenko and Yi Jianlian munu taka þátt í drættinum sem fer eflaust fram með glæsilegum hætti.
Leikið er í tveimur gluggum á næstu tveimur árum en það er sama keppnisfyrirkomulag og A-landslið kvenna lék í undankeppni EM á síðustu árum. Leikdagar eru í nóvember og febrúar og leika öll lið við hvert annað heima og að heiman.
Bein útsending FIBA frá drættinum er hér að neðan:
Nánari útskýring á fyrirkomulagi dráttsins má finna hér að neðan: