spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Þór Þorlákshöfn-Njarðvík

Bein textalýsing: Þór Þorlákshöfn-Njarðvík

Hér að neðan fer bein textalýsing frá viðureign Þórs úr Þorlákshöfn og UMFN í Domino´s deild karla. Bæði lið hafa fyrir leikinn í kvöld unnið þrjá leiki og tapað einum. Eiga það sameiginlegt að hafa bæði mátt þola ósigur gegn Keflavík.  
 
________________________________________________________________________________________________________________________________________ 
 
*Þór Þ.-Njarðvík 101-106 (15-24, 24-15, 25-20, 21-26, 11-11, 5-10)

Þór Þ.: Mike Cook Jr. 36/10 fráköst/6 stoðsendingar, Nemanja Sovic 19/16 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 15/16 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 37/6 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Nigel Moore 31/11 fráköst, Logi Gunnarsson 15/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Friðrik E. Stefánsson 4/13 fráköst/5 stolnir, Egill Jónasson 4, Ágúst Orrason 3, Magnús Már Traustason 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Óli Ragnar Alexandersson 0/4 fráköst.

* Hér var að ljúka einum af betri leikjum tímabilsins, sveiflur, tilþrif og æsispenna, tvær framlengingar…mætti halda að það væri verið að spila í Schenkerhöllinni! Njarðvíkingar 4-1 í deild en Þór nú 3-2. Njarðvíkingar vippa sér upp í 3. sæti með sigrinum.

 
Önnur framlenging
 
– Leik lokið…lokatölur 101-106…Njarðvíkingar merja hér sigur eftir svakalegan spennuleik. Þvílík skemmtun. 
 
– 101-106 Elvar setur bæði og 16,8 sek eftir…
 
– Moore setur fyrra en brennir af seinna og Njarðvík nær frákastinu! 101-104. 16.8 sek eftir þegar Þorsteinn Ragnarsson brýtur á Elvari Má…sem fær 2 víti.
 
– 101-103 og Sovic brýtur á Moore þegar 32,5 sek eru eftir, Moore heldur á vítalínuna.
 
– Þór tapar boltanum frá sér í næstu sókn….40 sek eftir
 
– 101-103 og 1.00mín eftir Moore með stökkskot í Þórsteignum fyrir Njarðvík.
 
– Cook missir boltann og Benedikt æfur og heimtar villu, Njarðvíkinga rhalda í sókn.
 
– Allt á suðupunkti, 101-100 Moore skorar og brotið á honum að auki…1.38mín eftir, Moore setur vítið og jafnt 101-101.
 
 - Tómas Heiðar Tómasson með rosalegt varið skot langt fyrir ofan hring!! Hvað er að frétta af drengnum, hann kemst upp í rjáfur.
 
– 101-98 Sovic með risavaxinn þrist og 2.15mín eftir.
 
98-98 Tómas Heiðar ver skot frá Moore og Njarðvíkingar æfir vilja villu en fá ekki, Þór fer yfir og Cook jafnar leikinn…2.30mín eftir.
 
– Elvar Már á leið á vítalínuna…Elvar setur bæði vítin og kemur Njarðvíkingum yfir 96-98 og 3.20mín eftir.
 
– 3.40mín eftir og enn ekkert skorað…liðin eiga hér skot á víxl en ekkert vill niður, hvert stig orðið þyngdar sinnar virði í gulli.
 
– Öll vötn hjá Þór renna nú sóknarlega í gegnum Cook, Njarðvíkingar eru með fleiri virka í sóknarleiknum en Cook er kominn í 34 stig hjá Þór og Elvar Már kominn í 33 stig í liði Njarðvíkinga.
 
– Þá hefst önnur framlengingin og Þór byrjar með boltann.
 
Framlenging (96-96)
 
– Lokaskot Njarðvíkinga var erfitt gegnumbrot hjá Elvari Má, Cook náði frákastinu og grýtti boltanum yfir allan völlinn og já…hann var líklegur en önnur framlenging staðreynd…þvílíkur leikur í gangi hér í Þorlákshöfn!
 
– 96-96 og það er aftur framlengt!!!
 
16 sek þegar Cook brennir af stökkskoti og Njarðvík á síðustu sókn…
 
– 96-96 Elvar Már jafnar fyrir Njarðvík 30 sek eftir.
 
– Cook með lygilega körfu og fær villu að auki, hann grísaði þessum niður, hálf kastaði skotinu sínu og fékk fimmtu villuna á Hjört Hrafn Einarsson sem heldur á tréverkið. Staðan 95-94 fyrir Þór og 43 sek eftir. Cook setur vítið og staðan 96-94 fyrir Þór.
 
– 1.01 mín eftir og gestirnir taka tvö sóknarfráköst í röð og í þeirra þriðju tilraun er brotið á Elvari Má sem fer á vítalínuna…93-94 Elvar setu bæði vítin og Þór heldur í sókn.
 
– 1.38mín eftir og brotið á Sovic sem er á leið á vítalínuna…setur bæði og 93-92 fyrir Þór.
 
– Raggi Nat með gott stökkskot fyrir Þórsara og kominn með 15 stig og 14 fráköst.
 
– 89-92 Hjörtur með 1 af 2 vítum fyrir Njarðvíkinga, vítanýting gestanna er allt að því hlægileg.
 
– 89-91 Þorsteinn Ragnarsson með flott gegnumbrot og skorar snyrtilega fyir vörn gestanna. 2.32mín eftir af leiknum.
 
– 87-91 Njarðvíkingar komnir með fjögurra stiga forystu og eru farnir að leika svæðisvörn.
 
– 87-89 Njarðvíkingar komnir yfir.
 
– 87-87 Cook jafnar fyrir Þór en fékk víti að auki sem vildi ekki niður. 3.45mín eftir af framlengingunni.
 
– 85-87 Nigel Moore með fyrstu stig framlengingar.
 
– Framlengingin er hafin og það eru Njarðvíkingar sem byrja með boltann.
 
(Tómas Heiðar fagnar hér ótrúlegum jöfnunarþrist fyrir Þór)
 
4. leikhluti (85-85)
 
– Og það er framlengt, staðan 85-85 eftir venjulegan leiktíma…
 
– 0,4 sek eftir af leiknum eða sá tími sem löglegt skot telst nást…það eru allar líkur á því að við séum á leið í framlengingu…
 
– Eruð þið að grínast! Tómas Heiðar jafnar leikinn með flautukörfu!!! 85-85 þristur sem fór í spjaldið og ofaní…eitthvað er að breytast, leiktíminn var ekki búinn þegar Tómas skoraði. Njarðvík fær bara innkast undir körfunni, ekki leikhlé enda búnir með þau eins og heimamenn. Hér er mikil reikistefna við ritaraborðið…lygileg karfa hjá Tómasi og hann „kallaði“ ekki spjaldið, mögnuð tilþrif.
 
– Tómas Heiðar brýtur á Nigel Moore þegar 7,1 sek eru eftir og Moore á leið á línuna. 82-84 Moore setur fyrra…82-85 Moore setur seinna og 7,1 sek eftir…Þór á leið í sókn…
 
– 82-83 flott flétta hjá Þór sem lýkur með því að Cook prjónar sig í gegn og skorar þegar 11,7 sek eru eftir af leiknum. Nú er leikhlé og bæði lið búin með leikhléin sín eftir yfirstandandi leikhlé…
 
– 24,5 sek eftir og dæmd villa á Cook fyrir að brjóta á Elvari…Cook allt annað en sáttur við þennan dóm. Elvar brennir af fyrra vítinu en setur það síðara og breytir stöðunni í 80-83 og Benedikt tekur leikhlé fyrir Þór. 
 
– Heimamenn í Þór þurfa eitt stopp, bæði lið eru komin með skotrétt svo villa hjálpar Þór lítið nema brotið sé Hirti eða Friðriki sem hafa ekki fundið sig á vítalínunni. Njarðvíkingar munu þó örugglega sjá til þess að Elvar, Logi eða Nigel handleiki boltann á meðan skotklukkan er þeim hliðholl.
 
– 80-82 Mike Cook með 2 vít fyrir Þór og Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 27,1 sek eru eftir af leiknum. Gestirnir úr Njarðvík eiga boltann eftir leikhléð.
 
– 78-82 Elvar Már skorar aftur fyrir Njarðvík og 40 sek eftir… Elvar að fleyta Njarðvíkingum langt núna.
 
– 78-80 Hjörtur Hrafn kemur Njarðvík yfir og 1.00 mín eftir.
 
– Mike Cook Jr með körfu og villu 1.47mín eftir og vítaskot framundan…78-76 Mike klikkar á vítinu og Njarðvíkingar jafna strax aftur, Elvar á ferðinni og 78-78 og 1.30mín eftir.
 
– 76-76 Elvar Már jafnar leikinn á vítalínunni og 2.30mín eftir.
 
– 76-74 Baldur Þór fær sína fimmtu villu í liði Þórs og þarf frá að hverfa þegar 2.31mín eru eftir af leiknum. Benedikt tekur leikhlé fyrir Þórsara en eftir leikhlé eiga Njarðvíkingar kost á því að jafna leikinn þar sem Elvar Már er á leið á vítalínuna fyrir Njarðvíkinga.
 
– 76-74 Logi með Njarðvíkurþrist og 3.00 eftir…lokaspretturinn verður ruuusalegur.
 
– 76-71 heimamenn svara strax og 3.30mín eftir…
 
– 74-71 Logi Gunnarsson með stökkskot í Þórsteignum sem rataði niður.
 
– Njarðvíkingar að fara illa að ráði sínu á vítalínunni og hafa misnotað fjögur vítaskot í röð…nú síðast var Friðrik Erlendur ekki að finna dampinn á góðgerðarlínunni.
 
– 74-69 og 4.42mín eftir af leiknum og Njarðvíkingurinn Hjörtur Hrafn á leið á vítalínuna. Það sem af er tímabili er Hjörtur 50% vítaskytta en hann misnotaði bæði vítin. 
 
– 74-67 og Cook er að bera Þór hér vel í fjórða leikhluta, heimamenn leita mikið að Cook og hann er að standa sig. Moore svo kominn með fjórar villur í liði Njarðvíkinga.
 
– 72-67 Raggi Nat með sóknarfrákast yfir engan annan en Friðrik Erlend Stefánsson og skorar að auki, Nat-vélin malar hér mjúklega, flottur leikur í gangi hjá stóra stráknum.
 
– 70-67 Cook með aðra körfu við erfiðar aðstæður og Njarðvíkingar eru í basli með kappann. 
 
– Baldur Þór Ragnarsson var enda við að fá sína fjórðu villu í liði Þórs, eini maður vallarins sem kominn er með fjórar villur.
 
– 68-63 Cook skorar í traffík í Njarðvíkurteignum…Moore fer yfir og snöggur að svara fyrir Njarðvík 68-65. Fjórði leikhluti lofar góðu hér fyrstu mínúturnar, leikið stíft og hlutirnir gerast hratt.
 
– 64-61 Moore blakar sóknarfrákasti ofaní eftir mislukkað sniðskot hjá Elvari Má…heimamenn í Þór svara strax og 66-61.
 
 
3. leikhluti (64-59)
 
– 64-59…þriðja leikhluta er lokið…Njarðvíkingar áttu lokaskotið sem vildi ekki niður. Þór vann þriðja leikhluta 25-20. Njarðvíkingar byrjuðu leikhlutann betur og heimamenn sóttu svo í sig veðrið og þéttu vörnina vel undir lok leikhlutans.
 
– 64-59 Ágúst Orra með stóran þrist fyrir Njarðvíkinga og 30 sek eftir…
 
– 62-56 Tómas Heiðar með glæsta körfu eftir flotta keyrslu upp endalínuna. Góður gír á Þórsurum hér á síðari hluta þriðja leikhluta.
 
– 60-56 Ólafur Helgi með eitt víti af tveimur fyrir Njarðvíkinga og 1.56mín eftir af þriðja. 
 
– 60-55 og 2.35mín eftir af þriðja. Ragnar Nat svífur hér um eins og hlaupagikkur á frjálsíþróttavelli og kom Þórsurum í 60-55 eftir góða leikfléttu. Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga tekur leikhlé og les sínum mönnum pistilinn. Vantar ekki sveiflurnar í þennan þriðja leikhluta. 
 
– 56-55 og talandi um Ragnar hér var hann að troða niður alley-up frá Cook við mikinn fögnuð heimamanna…3.00mín eftir af þrijða.
 
– 54-55 Ragnar Nat blakar hér niður sóknarfrákasti af miklu harðfylgi. Mikil og góð vinnsla á Ragnari á báðum endum vallarins.
 
– 52-53 Tómas Heiðar með tvö víti fyrir Þórsara og heimamenn búnir að vinna sig upp að hlið gestanna að nýju.
 
– 46-51 Moore enn á ferðinni og nú með stökkskot í Þórsteignum og heimamenn í Þorlákshöfn taka leikhlé enda 10-0 sprettur í gangi hjá Njarðvíkingum. 6.30mín eftir af þriðja leikhluta.
 
– 46-47 og Moore með annan þrist fyrir gestina og búinn að skora sex Njarðvíkurstig í röð. 
 
– 46-41 Sovic með þrist en Moore svarar í sömu mynt og 46-44…hér gerast hlutirnir hratt og síðari hálfleikur fer vel af stað.
 
– Hjörtur Hrafn fær hér strax sína þriðju villu í Njarðvíkurliðinu er hann brýtur á Sovic sem sallar niður báðum vítum og kemur heimamönnum yfir…41-39.
 
– Heimamenn í Þór byrja með boltann…
 
– Síðari hálfleikur er við það að hefjast. Bæði lið hefja síðari hálfleik á byrjunarliðunum.
 
 
(Cook hefur verið að baka Njarðvikingum vandræði í fyrri hálfleik)
 
Skotnýting liðanna í hálfleik:
Þór Þorlákshöfn: Tveggja 52% – þriggja 33% og víti 33% (4-12)
Njarðvík: Tveggja 44% – þriggja 25% og víti 50% (2-4)
 
Hálfleikstölur:
UMFN: Elvar Már Friðriksson 16 stig – 5 fráköst og 2 stoðsendingar
Þór Þorlákshöfn: Mike Cook Jr. 15 stig – 5 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
2. leikhluti (39-39)
 
– 39-39 og hálfleikur…Sovic gerði síðustu stigin í fyrri hálfleik með þrist. Njarðvíkingar áttu síðasta skotið í hálfleiknum sem var þristur úr vinstra horninu hjá Ágústi Orrasyni og það vildi ekki niður. 
 
– 39-39 Sovic jafnar með þrist þegar 20 sek eru eftir…
 
– 36-39 Nigel Moor með stökkskot í Þórsteignum og 35sek eftir af fyrri hálfleik…
 
– 35-37 Tómas Heiðar minnkar muninn í 2 stig með góðu gegnumbroti fyrir Þór og klárar snyrtilega…með vinstri að sjálfsögðu.
 
– 31-37 gestirnir fjlótir að slíta sig frá að nýju. 
 
– 31-33 Baldur Þór með Þórs-þrist og minnkar muninn í 31-33. Lifnar vel yfir heimamönnum núna.
 
– 28-31 Þorsteinn Ragnarsson með lygilega körfu eftir gott hraðaupphlaup heimamanna…Logi Gunnarsson ætlaði að blokka Þorstein úr húsinu en uppskar villu og Þorsteinn hnoðaði boltanum einhvernveginn í körfuna og viti menn…setti vítið líka!
 
– 24-31 Cooke með körfu fyrir Þór og villu en brennir af vítinu…með þessu áframhaldi verður vítalínan Þórsurum þung viðureignar. (5.01 eftir af öðrum leikhluta)
 
– 20-31 Hjörtur Hrafn með Njarðvíkurþrist.
 
– 20-28 Raggi Nat með körfu og villu en klikkar enn eina ferðina á vítalínunni og er 1/6 þar, dýrt fyrir heimamenn en Ragnar er sá eini í liðinu sem farið hefur á vítalínuna í fyrri hálfleik.
 
– 16-28 Egill Jónasson með myndarlegt sveifluskot yfir Ragnar en heimamenn svara strax í næstu sókn með góðu gegnumbroti og minnka í 18-28.
 
– 15-26 og það er alvöru stóru manna slagur í gangi því hér mætast þeir Egill Jónasson og Ragnar Nathanaelsson, saman 436 cm að hæð! Nat-vélin er ekki að finna sig á línunni hér í fyrri hálfleiknum og er 1/5 frá góðgerðarlínunni.
 
– Annar leikhluti er hafinn.
 
 
– 1. leikhluti: (15-24)
 
– Brotið á Elvari Má þegar 1,6 sek eru eftir af fyrsta leikhluta, Elvar setur bæði vítin og Njarðvíkingar leiða 15-24 að loknum fyrsta leikhluta. Elvar Már með 10 stig í Njarðvíkurliðinu eftir fyrsta hluta en Cook með 11 stig hjá Þór. Njarðvíkingar eru við stýrið, keyra upp hraðann en Þórsarar mættu hitta betur, hafa t.d. ekki haft heppnina með sér þegar þeir sækja á körfuna.
 
– 15-22 Ólafur Helgi með þrist fyrir Njarðvíkinga þegar 30 sek eru eftir af fyrsta leikhluta.
 
– Nigel Moore að fá sína aðra villu og Ragnar Nat fer á línuna, klikkar úr báðum og því búinn að misnota öll þrjú vítin sín í leiknum til þessa…staðan 15-17 fyrir Njarðvík.
 
– 13-13 Cook jafnar leikinn…báðum liðum er svolítið mislagðar hendur hér á upphafsmínútum leiksins. Ragnar Nathanaelsson er virkileg ógn í teignum á báðum endunum, Njarðvíkingar mikið að setja „floater-a“ yfir hann hér fyrstu sóknirnar…þeir vilja ekki allir niður.
 
– 9-10 Njarðvíkingar með fína sprett og vilja gera þetta hraðar en heimamenn…Nigel Moore kemur Njarðvík svo í 9-13 með þrist og áhlaup gestanna orðið 0-7.
 
– 9-6 Raggi Nat með körfu og villu að auki…vítið vildi ekki niður.
 
– 7-6 Cook með fyrsta þrist leiksins og virðist vera að finna sig vel hér í upphafi leiks og búinn að gera öll stig heimamanna.
 
– 4-4 og þetta mjatlast af stað, Elvar Már að ná inn ruðningi á Baldur Þór, þeirra rimma í kvöld gæti orðið skemmtileg.
 
– 2-2 og það er Logi Gunnarsson sem jafnar og gerir fyrstu stig gestanna í leiknum.
 
– 2-0 Cook með fyrstu stig leiksins fyrir Þór.
 
– Leikur hafinn og það eru heimamenn í Þór sem vinna uppkastið.
 
– Vissulega hafa verið fleiri í stúkunni í Þorlákshöfn en veðrið er eflaust að hvetja einhverja stuðningsmenn til sófadýfinga svo fámenni í höllinni er skiljanlegt. Gróft áætlað eru um 120 manns í stúkunni.
– 3 mínútur í leik
 
Byrjunarlið Þórs: Mike Cooke, Tómas Heiðar Tómasson, Baldur Ragnarsson, Nemanja Sovic og Ragnar Nathanaelsson.
Byrjunarlið Njarðvíkur: Elvar Már Friðriksson, Logi Gunnarsson, Nigel Moore, Hjörtur Hrafn Einarsson og Friðrik Erlendur Stefánsson
 
– Verið er að kynna liðin til leiks…
 
– Nú eru akkúrat tíu mínútur í leik…Njarðvíkingar eru mættir til leiks í appelsínugulum búningum en sá litur hefur áður sést hjá Njarðvíkingum og það fyrst fyrir um það bil 20 árum síðan. 
 
– Dómarar kvöldsins eru Davíð Kr. Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson og Georg Andersen. 
 
Fréttir
- Auglýsing -