Hér að neðan fer bein textalýsing frá fjóðu úrslitaviðureign Snæfells og Hauka í Domino´s-deild kvenna. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Hauka sem geta með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Vinni Snæfell verður oddaleikur í Hafnarfirði á þriðjudag:
4. leikhluti
– Leik lokið: Snæfell 75-55 Haukar – staðan 2-2 í einvíginu og oddaleikur á þriðjudag!
– 71-55 Palmer kórónar frábæran leik sinn í kvöld með körfu og villu að auki, vítið að sjálfsögðu niður. 50 sek eftir.
– 65-52 þegar 1.23mín eru til leiksloka og sigur Snæfells er öruggur úr þessu. Hólmarar eru að jafna einvígið 2-2 og það verður oddaleikur á þriðjudag í Hafnarfirði!
– 63-50 Helena með tvö víti fyrir Hauka þegar 3.04mín eru eftir af leiknum. Ekkert sem bendir til þess að Haukar geti með nokkru móti nálgast Snæfell úr þessu.
– 59-45 Bryndís skorar í teignum fyrir Snæfell, munruinn orðinn 14 stig og fjórar mínútur til leiksloka og strax í næstu sókn er dæmt skref á Helenu Sverrisdóttur. Haukar taka leikhlé… það þarf að verða umtalsverð breyting á leiknum ef Haukar ætlar sér að hampa þeim stóra í kvöld. Staðan 9-6 fyrir Snæfell í fjórða eftir næstum sex mínútna leik.
– 54-43 laglegt samspil systranna Berglindar og Gunnhildar endar með körfu Berlindar í teignum, rúmar fimm mínútur til leiksloka.
– 52-43 María Lind með skot í teignum fyrir Hauka, búin að vera frábær í kvöld og komin með 22 stig.
– Haukar eru að brydda upp á svæðisvörn hér í fjórða leikhluta og hún virðist ganga nokkuð vel svona framan af en sjáum til hvernig Íslands- og bikarmeistarar Snæfells lesa í þetta. Ingi Þór var að taka leikhlé og fer eflaust yfir hvaða fléttur hann vill sjá gegn svæðinu.
– Staðan á villunum og hverjir eru í vandræðum í þeim efnum er þannig að María Björns er með fjórar hjá Snæfell og Palmer var að fá sína þriðju villu. Hjá Haukum er Pálína ein komin í þrjár villur.
– Fjórði leikhluti er hafinn og Haukar opna með tveimur stigum í teignum, staðan 50-41.
3. leikhluti
– Þriðja leikhluta lokið – Staðan 50-39 fyrir Snæfell.
Snæfell vann leikhlutann 20-15.
– 47-39 Shanna setur tvö víti fyrir Hauka en Palmer brunar yfir og skellir niður spjaldið oní þrist! Stðaan 50-39.
– 45-35 María Lind á vítalínunni fyrir Hauka og búin að setja persónulegt met á leiktíðinni sem er 18 stig.
– 43-33 Andrea Björt skorar fyrir Snæfell og tæpar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta.
– Eftir sex mínútna leik í þriðja leikhluta er staðan 9-5 fyrir Snæfell. Liðin að fara fremur illa með færin sín og það er komið nokkuð brölt og braml á varnarleikinn og tökin farin að herðast. Leikmenn að klikka úr fínum skotum í námunda við körfuna og augljóst að þessir pústrar allir eru farnir að taka á lungu leikmanna.
– 39-31 María Lind með jumper af endalínunni, Haukar eiga bara að setja upp vel og mikið fyrir hana, hún er að skila þessu niður.
– 39-29 Helena Sverrisdóttir með sinn fyrsta þrist í leiknum og setur hann spjaldið ofan í!
– María Lind, stigahæsti leikmaður Hauka, byrjar síðari hálfleik á bekknum með 14 stig en þetta er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni sem hún rífur 10 stiga múrinn í leik.
– 35-26 Palmer með stoðsendingu á Gunnhildi Gunnars sem smellir niður þrist, 8mín eftir af þriðja leikhluta.
– 32-24 Haiden Palmer opnar síðari hálfleik með körfu og fékk villu að auki en brenndi af vítinu.
– Síðari hálfleikur er hafinn og það eru Hólmarar sem byrja með boltann.
Hálfleikur:
Stigahæstar í liði Snæfells: Palmer 11, Berglind 7.
Stigahæstar í liði Hauka: María Lind 14, Helena 4
Skotnýting liðanna í hálfleik
Snæfell: Tveggja 35% – þriggja 36% – víti 50% (2-4)
Haukar: Tveggja 37% – þriggja 9% (1-11) – víti 50% (1-2)
2. leikhluti
– Fyrri hálfleik lokið – staðan 30-24 fyrir Snæfell
– 28-24 María Lind að setja niður í teignum fyrir Hauka, komin með 14 stig!
– 28-20 Berglind Gunnars með þrist fyrir Snæfell.
– 25-19 glæsileg sóknarflétta hjá Hólmurum sem endar með stökkskoti hjá Öldu Leif við endalínuna og Haukar taka leikhlé þegar 4.14mín eru til hálfleiks. Fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum voru Hólmarar í basli og Haukar jöfnuðu metin en Hólmarar virðast vera að taka við sér aftur.
– 21-19 Haiden með tvö stig af línunni en Snæfellskonur hafa aðeins gert fjögur stig á fimm mínútum og Haukavörnin búin að þétta raðirnar umtalstvert frá fyrsta leikhluta.
– 19-19 María Lind jafanar og er 5-5 í teigskotum, komin einhver bikarholning á Maríu eins og hér um árið sællar minningar fyrir Hauka.
– 19-17 Helena minnkar muninn í tvö stig. María Lind er komin í 8 stig hjá Haukum, búin að setja öll fjögur teigskotin sín…eins og við ræddum áðan, það er ekki ráð að gleyma henni í skotstöðu.
– 19-13 Haiden Palmer opnar annan leikhluta fyrir Snæfell með stökkskoti.
– Annar leikhluti er hafinn.
1. leikhluti
– 17-13: Fyrsta leikhluta er lokið. Heimakonur í Hólminum eru ferskari þessar fyrstu mínútur, vörnin er sterk og Haukar ekki að setja niður skotin. Haiden Palmer er með 5 stig hjá Snæfell en María Lind 6 í liði Hauka en hún er stórhættuleg með stökkskotin sín á blokkinni og vissara fyrir Snæfellsvörnina að gleyma henni ekki.
– 17-11 María Björns og Palmer aftur með gott samspil, María slæddi hendi í boltann í Haukasókn og kom honum fljótt fram á Palmer sem skoraði. Vörn heimakvenna er fyrnasterk hér í upphafi leiks og skotnýting Hauka þyrfti að vera betri.
– 13-9 og Haukar nú staddir á 5-0 rönni en Berglind Gunnars stoppar það með laglegri hreyfingu í Haukateignum og breytir stöðunni í 15-9.
– 13-7 og Auður Íris setur niður fyrsta þrist Hauka í leiknum.
– 13-4 og 11-0 rönn hjá Snæfell eftir að Bryndís Guðmunds skellir niður þrist. Snæfell byrjar leikinn 3-5 í þristum á meðan þrjár þriggja stiga tilraunir Hauka fyrstu fimm mínútur leiksins hafa ekki viljað niður.
– 10-4 María Björns skorar eftir gott innkastkerfið og heimakonur eru á 8-0 rönni.
– 8-4 Haiden Palmer bætir strax við öðrum þrist fyrir heimakonur.
– 5-4 Gunnhildur Gunnarsdóttir skorar fyrsta þrist leiksins og kemur heimakonum yfir.
– 2-0 María Björns opnar leikinn eftir góða sendingu frá Palmer. Stúkan er þéttsetin hér í Hólminum og heimamenn láta vel í sér heyra en sömuleiðis flott mæting hjá Hafnfirðingum.
– Leikur hafinn og það eru Haukar sem vinna uppkastið.
Fyrir leik:
Byrjunarlið Snæfells: Haiden Palmer, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, María Björnsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Byrjunarlið Hauka: Helena Sverrisdóttir, Auður Ólafsdóttir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir.
(Fyrir miðju sjáið þið frægasta bak úrslitakeppninnar?)
(Íslandsmeistarartitillinn er kominn í hús, fer hann á loft í kvöld?)
– Fyrstu þrír leikirnir til þessa
Leikur 1: Haukar 65-64 Snæfell (Haukar 1-0 Snæfell)
Leikur 2: Snæfell 69-54 Haukar (Haukar 1-1 Snæfell)
Leikur 3: Haukar 82-74 Snæfell – framlengt (Haukar 2-1 Snæfell)
– Pétur Hrafn Sigurðsson fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ er eftirlitsmaður á leiknum en dómarar kvöldsins eru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Ísak Ernir Kristinsson.