spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Ísland-Svíþjóð U18 karla

Bein textalýsing: Ísland-Svíþjóð U18 karla

 Hérna birtist bein textalýsing frá leik Íslands og Svíþjóðar í U18 karla.  Bæði lið hafa unnið tvo og tapað einum leik hingað til og því hörð keppni um annað sætið á mótinu.  Það lið sem vinnur hérna í dag á möguleika á að tryggja sér annað sætið með sigri á morgun.  
 
– Stigahæstur í dag er Jón Axel Guðmundsson með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.  Næstu menn voru Kári Jónsson með 14 stig og Daði Lár Jónsson með 13 stig. 
 
 
 
 
Jón Axel Guðmundsson
 
Fjórði leikhluti 
 
–  Sigurinn í höfn, 80-63.  Þar með hefur Íslenska liðið tryggt sér annað sætið á móti.  Ótrúlegt að þessi framlenging á móti Finnum er það sem skilur þetta lið frá meistaratitlinum.  Þeir hefðu vel getað staðið undir þeim titli enda alveg ótrúlega gott lið hér á ferð.  
 
– Leikurinn spilast hægt og rólega út.  Sigurinn er löngu kominn í hús og bara spurning um hversu stór hann verður.  79-59 þegar ein mínúta er eftir.  
 
– Skemmtilegar staðreyndir, fyrir þennan leik er Jón Axel stigahæstur í keppni U 18 Karla með 31,7 stig á leik, hann er einnig efstur í stolnum boltum á leik með 4,7 stolna.  Í öðru sæti þar er Kári Jónsson með 4 stolna bolta á leik.  
 
Kári Jónsson
 
– Einar er núna með flesta byrjunarliðsmennina á bekknum og leyfir öðrum leikmönnum að spila.  
 
– Svíar hafa skorað næstu 5 stig leiksins, Ísland skortir nokkra cm inná vellinum eins og er og eru samt sem áður að sækja mikið undir körfuna.  Það hefur ekki gefið vel.  72-50 
 
– Högni Fjalarsson setti fyrstu stig fjórða leikhluta af vítalínunni, 72-45.  
 
Hjálmar Stefánsson 
 
Þriðji leikhluti 
 
– Daði Lár klárar þriðja leikhluta með frábærum tilþrifum, hann fær boltann þegar það eru 8 sekúndur eftir, ætlar að leika á varnarmanninn og fara framhjá honum en hann fipast til og dettur niður á hnéið, hann dripplar sig aftur á fætur og hendir í þrist með varnarmanninn í andlitinu og setur skotið auðvita við mikinn fögnuð viðstaddra. 70-45 og einn leikhluti eftir.  
 
– Magnús Már fer á línuna vegna þess að það var brotið á honum í frákasti, Ísland er komið í bónus og hann setur þau bæði niður, 67-45. 
 
– Tæknivilla á Daða Lár þegar ein mínúta er eftir, Svíar minnka muninn í 20 stig, 65-45. 
 
– Hjálmar er þrír af þremur fyrir utan línuna.  Hann er á eldi í dag!
 
– Ísland bætir bara við forskotið, Jón Axel keyrir á körfuna og sendir hann út á galopinn Hjálmar sem setur þrist og Svíar taka leikhlé, 62-40.  
 
– Flott samspil hjá Jón Axel og Kára þar sem Jón sendir hann undir körfuna á Kára sem þarf rétt að blaka boltanum ofaní, 56-40.  
 
– Kári bætir í forskot Íslands, 54-38
 
– Þjálfari Svía er ekki ánægður, Leikhlé svíþjóð og þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik 
 
– Hjálmar með flottan jumper, 51-38 
 
– Brynjar bætur um betur og treður næsta bolta, 49-38
 
– Brynjar Magnús setur fyrstu stig Íslands í seinni hálfleik, 47-36.  
 
– Ótrúlegt en satt þá hefur Kári Jónsson aðeins nýtt 3 tilraunir af 19 fyrir utan þriggja í þessari keppni.  Það er vitað mál að þetta er undir pari hjá drengum og því bara tímaspursmál hvenær hann dettur í gang.  En hann veit að hann á að halda áfram að skjóta og það er gott.  
 
– Stigahæstur í liði Íslands í hálfleik er Jón Axel Guðmundsson með 17 stig, næstu menn eru Hjálmar Stefánsson, Kári Jónsson og Hilmir Kristjánsson, allir með 6 stig.  
 
 
Hjálmar Stefánsson
 
Annar leikhluti 
 
– Íslandi átti síðasta skotið í seinni hálfleik, Jón Axel, fyrir utan þriggja, en það er brotið á honum og hann fer þrisvar á línuna og bætir þremur stigum í sarpinn, 45-36. 
 
– Svæðisvörn Svía er að gefa Íslandi möguleika á að skjóta grimmt úr hornunum,  Kári var rétt í þessu að setja einn þrist þaðan og vilja margir meina að það sé kominn tími á að Kári detti í gang fyrir utan þriggja stiga línuna, enda er drengurinn þekktur fyrir að vera frábær skytta. 42-33. 
 
– Kristján Leifur sér til þess að Ísland heldur 8 stiga forskoti, 39-31.  
 
– Svíar setja þrist spjaldið ofaní um það bil sem skotklukkan gall, Jón Axel svarar í sömu mynt í næstu sókn, 37-29 
 
– Daði Lár sprengir upp vörnina hjá Svíum og dregur þá þrjá að sér, sendir svo boltan á Kristján Sverrisson sem á auðvelda leið að körfunni. 34-24, og Svíar taka leikhlé 
 
– Það þarf eitthvað meira en harkalegt brot sem sendir Jón Axel beint í gólfið til að stoppa hann, hann setti skotið og vítið að auki, 32-24.  
 
– Svíarnir eru að bíta frá sér, hafa skorað 5 stig í röð og minnkað muninn niður í 4 stig, 29-24. 
 
– Hilmir splæsir í sinn annan þrist í leiknum í dag, 29-19 
 
– Jón Axel var rétt í þessu að missa skóinn sinn og tók á það ráð að henda honum á bekkinn. Þar voru auðvita menn sem aðstoðuðu hann við að losa reimarnar og koma honum aftur af stað.  
 
Pétur Rúnar Birgisson
 
Fyrsti leikhluti 
 
– Svíþjóð á seinasta orðið í fyrsta leikhluta, 24-17 
 
– Jón Axel keyrir á körfuna og leggur boltan laglega ofaní, það virðast fáir á þessu móti geta stoppað Jón Axel, 24-14 
 
– Breki Gylfason á næstu ferð á línuna, hann fær boltann undir körfuna, setur boltann ofaní og fær ferð á línuna í þokkabót.  Vítið klikkar og forskot Íslands stendur í 10 stigum, 22-12
 
– það var brotið á Kára í þriggja stiga skoti, hann fór á línuna og setti þau öll niður.  Stal svo boltanum þegar Svíar ætluðu í sókn og kom honum á Jón Axel sem var líka sendur á línuna.  20-10 
 
– Hilmir er mættur af bekknum og setti næsta þrist, Íslenska liðið er búið að skora úr þremur af fimm tilraunum fyrir utan þriggja stiga línuna.  15-10. 
 
– Hjálmar setur annan þrist stuttu seinna eftir sendingu frá Kára.  12-4 
 
– Hjálmar smellir niður þrist, 9-4 
 
– 6-3 –  Ísland skorar snögg 6  stig og Svíar taka leikhlé.  Varnarleikur Íslenska liðsins að skila þeim auðveldum körfum.  Jón Axel með 4 stig og Pétur Rúnar með 2 
 
–  Byrjunarlið Íslands er  Pétur Rúnar, Kári, Jón Axel, Hjálmar og Brynjar Magnús
 
 Fyrir leik 
 
– Nú verða þjóðsöngvar leiknir 
 
– Daði Lár og Brynjar Magnús léku sér aðeins í upphitun og tóku troðslu í anda troðslukeppninnar í NBA.  Daði sendi þá boltan aftur á Brynjar í gegnum lappirnar á sjálfum sér og Brynjar grípur hann í loftinu og treður með látum.  Þessir drengir kunna þetta
 
– Íslenska liðið er á fullu að hita upp þessa stundina.  Engin meiðsli að hrjá hópinn þannig að Einar getur stillt upp sínu sterkasta liði í dag.  
 
– Staðan hjá U18 karla fyrir leikinn er svona.  Leikur Noregs og FInnland er í gangi og leiða Finnar með 5 stigum.  Það hefur ekki áhrif á framvindun mótsins hjá Íslandi 
 
Fréttir
- Auglýsing -