spot_img
HomeFréttirBein Textalýsing: Ísland -Svíþjóð U16 kvenna

Bein Textalýsing: Ísland -Svíþjóð U16 kvenna

 Hérna kemur bein textalýsing frá leik Íslands og Svíþjóðar í U16 ára kvenna.  Íslenska U16 lið kvenna er eina Íslenska liðið sem er ósigrað á mótinu og því mikið í húfi. Þær mæta núna hinu ósigraða liðinu í riðlinum þar sem Svíar hafa einnig unnið alla sína leiki hingað til.  Það má því segja að leikruinn sé úrslitaleikur í þessum aldursflokki kvenna.  
Það er ennþá fagnað hérna á hliðarlínunni þar sem stelpurnar teygja á meðan U18 lið kvenna hitar upp fyrir sinn leik sem hefst etir 20 mínútur.  
 
 
Íslenska liðið fagnar vel í leikslok, enda fyrsta kvennaliðið í 10 ár til þess að koma heim með þennan titil ! 
 
 Viðtal við Bríet Lilju eftir sigurinn
 
 
 
 
– Stigahæst í leiknum í dag var Sylvía Rún Hálfdanadóttir með 17 stig og 16 fráköst, næstar á blað voru Linda Þórdís Róbertsdóttir með 8 stig og Thelma Dís Ágústdóttir með 6 stig.  
 
 
 
Fjórði leikhluti 
 
– Leik lokið, Ísland er norðurlandameistari í U16 kvenna !  Til hamingju stelpur !!!  52-37
 
– Ein mínúta eftir og það munar 19 stigum á liðunum.  Það má sjá að sigurgleðin er farin að brjótast út í stelpunum og stúkunni.
 
– 50 -33 – Thelma Dís kemur forskotinu upp í 17 stig og rúmlega tvær mínútur eftir.  Það stefnir allt í að Íslenska liðið fagni Norðurlandameistaratitli hérna á eftir. 
 
– Stuðningurinn úr stúkunni er líklega sá besti hingað til á mótinu, það er góð stemming í húsinu og það má búast við góðum fagnaðarlátum ef stelpunum tekst að vinna hérna í dag 
 
– Thelma Dís skorar fyrir Ísland í næstu sókn og Íslenski leikurinn er kominn aftur í gang.  48-33 
 
– Bríet Lilja fékk grimmt högg í vörninni í seinustu sókn, hún sýnir það í verki að það er margt í hana spunnið því hún keyrir á körfuna í næstu sókn og setur boltan niður, 46-33. 

– Þær Sænsku pressa stíft þessa stundina, stela boltanum og minnka muninn í 13 stig, 44-31.  Jón tekur leikhlé fyrir Íslenska liðið þegar rúmar fimm mínútur eru til leiksloka 
 
– Sænska liðið tekur leikhlé, 44-29 og sjö mínútur eftir.  
 
– Emelía Ósk skorar svo fyrstu stig Íslands í leikhlutanum á hinum endanum, 44-27 
 
– Sylvía með block leiksins, ver boltan beint niður og sókn Svía rennur út í sandinn þegar leikklukkan gellur.  Góð vörn hjá Íslenska liðinu 
 
– Ísland byrjar með boltan í fjórða leikhluta 
 
 
Þriðji leikhluti 
 
– Lokatilraun Svía klikkaði og því munar 15 stigum á liðunum þegar einn leikhuti er etir, 42-27. 
 
– 24 sekúndur eftir af þriðja leikhluta og svíar með boltan, 42-27 
 
– Allta sama vesenið þegar boltinn festist á milli hrings og spjalds, í þetta skiptið þurfti dómarinn þrjár tilraunir til að ná boltanum niður.  
 
– 42-27.  Íslenska liðið róterar mikið þessa stundina og allar stelpurnar hafa komið við sögu í leiknum. 
 
– Linda Þórdís afsannar orð mín um að sænska vörnin reynist erfið, hún fékk boltan undir körfunni,snéri og lagði boltan ofaní eins og ekkert væri auðveldara, 40-25.  
 
– Sænska vörnin er að reynast Íslandi ansi erfið þessa stundina, en Bríet Lilja fann þó leið og kemur Íslandi í 16 stiga forskot, 36-20.  
 
– Svíum tókst ekki að skora fyrstu fjórar mínúturnar í fjórða leikhluta, en þegar þær fundu glufuna þá komu 4 stig á örstuttum tíma, 34-20 
 
– Ísland stelur boltanum og skilar honum beint ofaní körfuna, 34-16 og Svíþjóð tekur leikhlé 
 
– Inga Rún á næstu köfru Íslands, fær snertinguna og er þess vegna send á línuna í þokkabót en vítið klikkar, 32-16 
 
– Á meðan skorar Sylvía fyrstu stig Íslands í seinni hálfleik, 30-16 
 
– Elfa haltrar útaf og stúkan klappar fyrir henni.
 
– Elfa liggur meidd á vellinum, hún var keyrð niður þegar hún ber boltan upp og Thelma sjúkraþjálfari og Erlingur fararstjóri sinna henni á hliðarlínunni.  Vonandi ekkert alvarlegt 
 
– Byrjunarlið Íslands í seinni hálfleik er Elfa, Inga Rún, Sylvía, Thelma Dís og Emelía Ósk 
 
– Nu fer að styttast í að seinni hálfleikur detti í gang.  Sendið stelpunum góða straum 
 
 
Emelía Ósk Gunnarsdóttir 
 
Stigahæst í fyrri hálfleik er Sylvía Rún Hálfdanardóttir með 9 stig og 6 fráköst, næstar á blað eru Inga Rún Svansdóttir með 7 stig og Linda Þórdís með 4 stig.   
 
Stelpurnar eru að spila mjög flottan leik, þær eru að taka fleiri fráköst en svíar, með 9 stolna bolta og 11 tapaða boltan, en það er mun betra en í leiknum í gær.  
 
Annar leikhluti
 
– Gunnhildur Bára átti seinasta skot fyrri hálfleiks sem geigaði, 28-16 í hálfleik.  
 
– Inga rún er svo sannarlega mætt, hún endurtekur leikinn strax í næstu sókn og fékk víti að auki.  28-16 og 16 sekúndur eftir af fyrri hálfleik 

– Leikhlé ísland, Stelpurnar mæta tilbúnar út úr leikhléi og Inga Rún setur tvö stig, 25-16 
 
 
 
 
– Björk Gunnarsdóttir setur þrist og stúkan stendur á fætur, 23-16 
 
– Sylvía skorar fyrir Ísland eftir nokkra bið, 20-16.  
 
– Enn minnka Svíarnir muninn, 18-16.  Nú reynir á Íslensku stelpurnar að standast áhlaupið 
 
– Sænska liðið er eitthvað að vakna, þær skora 6 stig í röð og Jón tekur leikhlé fyrir Ísland, 18-13.  
 
– Svíar skora sín fyrstu stig í öðrum leikhuta, 18-9 og fjórar mínútur liðnar 
 
– Elfa keyrir upp völlinn og þræðir nálina þvílíkt undir körfuna á Elínu Sóleyu sem þakkar pent fyrir sig og leggur sniðskotið niður, 18-7 
 
– Emelía Ósk skorar fyrsta stig Íslands í öðrum leikhluta af vítalínunni, 16-7. 
 
 
 
Fyrsti leikhluti 
 
– Linda Þórdís skorar seinustu stig fyrsta leikhluta rétt áður en flautan gall, 15-7.  Það var Elfa sem átti sendinguna á Lindu. 
 
– Sylvía Rún bætir enn í, hún keyrir á körfuna og fær víti að auki.  Hún er komin með 7 stig og Ísland leiðir 13-4 eftir sjö mínútur.  
 
– Það er rúmlega hálf full höll og góð stemming í húsinu.  Það virðist leggjast vel í Íslenska liðið sem hefur skorað 10 stig gegn 2 stigum Svía á rúmum sex mínútum.  
 
– Það hlaut að koma að því, Svíar finna glufu á Íslensku vörninni og skora sín fyrstu stig
 
– Thelma Dís setur næstu tvö stig  af vítalínunni og Ísland leiðir 8-0 eftir rúmlega fjórar mínútur af leik.  Virkilega vel gert 
 
– Sylvía stelur boltanum og er lang fyrst fram, 6-0 og Sylvía með öll stigin leiksins hingað til 

– Íslensku stelpurnar tóku vel undir í þjóðsöng vorum fyrir leik.  Video-ið hérna fyrir neðan sýnir það og sannar
 
 
 
 
– Sylvía er aftur að verki þegar Ísland skorar sín næstu stig, hún hirðir frákastið frá skoti Ingu Rúnar og setur það niður.  Svíþjóð tekur leikhlé, 4-0 
 
– Sylvía setur fyrstu tvö stig leiksins eftir tvær mínútur af leik, Stuðningsmenn Íslands láta vel í sér heyra úr stúkunni
 
– Byrjunarlið Íslands er  Björk, Sylvía, Thelma Dís, Inga Rún og Emelía Ósk 
 
 Fyrir leik 
 
– Nú verða þjóðsöngvar leiknir, fjórir söngvar að vanda 
 
– Íslenska liðið fór í sama göngutúr og í gær og lagði sig fyrir leik alveg eins og í gær.  Liðið ætlar að endurtaka leikinn frá því í gær og sagan segir að það sé mikill andi í liðinu.  Áfram Ísland !!
Fréttir
- Auglýsing -