Hérna fylgir bein textalýsing frá fyrsta leik Íslands á norðurlandamótinu í dag. Það er U16 lið karla sem ríður á vaðið og mæta Svíum. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum og standa sem er í öðru sæti ásamt Dönum. Aðeins Finnar standa betur með þrjá sigurleiki. Svíar hafa hins vegar ekki unnið leik í keppninni í flokki u16 karla.
Stigahæstur í liði Íslands í dag var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 30 stig og 9 fráköst en næstu menn voru Árni Elmar með 12 stig og Ingvi Þór Guðmundsson með 10 stig.
Fjórði leikhluti
– íslenskur sigur staðreynd, 82-66.
- Svíar virtust ætla að nýta pressuna til þess að minnka muninn og náðu að stela boltanum einu sinni og skora. Það dugði þó skammt til því Ísland leysti pressuna auðveldlega í næstu tilraun og Árni Elmar skellti þrist á Svían, 82-66.
– Svíar taka leikhlé þegar Ísland hefur bætt í forskotið og 1.47 eftir af leiknum, 75-61. Íslenska liðið virðist ætla að sigla þessu heim
– Þrjár mínútur eftir og Ísland með 12 stiga forskot, ef þeir vinna í dag standa þeir vel að vígi um að taka annað sætið í keppninni.
– Góður kafli hjá Íslenska liðinu, Þórir Guðmundur er kominn með 30 stig, 73-59.
– Ísland tekur leikhlé, 68-59.
– Loksins kom íslenskt stig, Þórir Guðmundur keyrir á körfuna, setur skotið niður og fær víti að auki sem klikkar, 68-59.
– Enn minnka Svíar muninn, 66-59 sem stendur og 6 mínútur eftir af leiknum.
– Hérna fyrir neðan er video af fyrstu körfu Íslands í fjórða leikhluta, mjög vel framkvæmt hjá drengjunum.
– Svíar skora snögg fjögur stig og Borce tekur leikhlé fyrir Ísland, Þetta var of auðvelt fyrir Svíana 66-56.
– Fyrsta karfa íslands í fjórða leikhluta er virkilega glæsileg, þrjár sendingar inní teig sem Þórir Guðmundur skilar svo ofaní viðstöðulaust, 66-52
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson
Þriðji leikhluti
– Ísland leiðir með 12 stigum þegar flautað er til loka þriðja leikhluta, 64-52.
– Þórir Guðmunduri setur þrist þegar tvær mínútur eru eftir af þriðja, 60-50. Jón Arnór átti gott áhlaup á körfuna og neglir boltanum út á Þórir sem var galopinn
– Forskot Íslands er komið í 10 stig, 55-45. Svíar hafa ekki nýtt þau skot sem þeir ná og Ísland hefur nýtt tækifærin sín vel.
– Svæðisvörn Íslands sem Finnar fóru illa með í gær hefur virkað ágætlega hingað til en nú virðist sem Svíar hafi fundið veikan blett. Ísland hefur fengið þrjár villur dæmdar á sig í einni og sömu sókninni og Sigurkarl hefur sest aftur á bekkinn þar sem hann átti tvær af þessum villum
– Íslenska liðið heldur þessum mun, Sigurkarl hefur komið stekrur inn í vörnina fyrir Íslenska liðið og þeim tekst að gera Svíunum erfiitt fyrir. 51-42
– Strákarnir byrja seinni hálfleikinn af krafti og hafa náð 9 stiga forskoti aftur, 47-38.
– Byrjunarlið Íslands í seinni hálfleik er Þórir, Sveinbjörn, Eyjólfur, Sigurkarl Róbert og Brynjar Karl
Stigahæstur í liði Íslands í hálfleik er Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 11 stig og 4 fráköst en næstu menn eru Ingvi Þór Guðmundsson með 8 stig og Jón Arnór Sverrisson með 6 stig.
Jón Arnór Sverrisson
Annar leikhluti
– Kerfið klikkar, Svíar komast í boltan og bruna fram en skotið þeirra geigar líka. 42-38 í hálfleik.
– Íslenska liðið er með boltan á hliðarlínunni og 6,7 sekúndur eftir af fyrri hálfleik, Borce tekur leikhlé til að fara yfir málin. Ísland leiðir 42-38
– Íslenska liðið er að keyra hratt upp og fá fyrir vikið oft auðveldar körfur í það sem gæti kallast annari bylgju. Leikurinn er mjög hraður og það virðist henta Íslenska liðinu ágætlega.
– Svíar svara fyrir sig og hafa minnkað forskotið niður í 4 stig, 33-29.
– Jón Arnor keyrir á vörn Svía, snýr laglega og setur skotið niður. Ingvi Þór var ekki lengi að bæta við úr hraðaupphlaupi og forskot Íslands komið í 9 stig, 31-22. Svíar taka annað leikhlé
– Adam Eiður kemur inná og skorar sín fyrstu stig í dag eftir laglega sendingu frá Eyjólfi, 27-22
– Svíar taka leikhlé
– Aftur stelur Ísland boltanum, í þetta skiptið var það Ingvi Þór en hann klárar hraðaupphlaupið með sóma, 25-20
– Eyjólfur Ásberg skorar fyrsta stig íslands í öðrum leikhluta af vítalínunni og Jón Arnór bætir tveimur við stuttu seinna þegar Íslenska liðið stelur boltanum og brunar fram, 23-20
– Það voru svíar sem brutu ísinn og leiða með einu stigi, 19-20
– Hvorugu liðinu hefur tekist að skora á fyrstu tveimur mínútum annars leikhluta
Jörundur Snær Hjartarson
Fyrsti leikhluti
– hvorugu liðinu tekst að bæta við stigum áður en flautan gellur og fyrsta leikhluta er lokið, 19-18 .
– íslenska liðið er a keyra á körfuna þessa stundina og eru oftar en ekki sendir á línuna í kjölfarið. Ísland leiðir með einu stigi, 19-18.
– Svíar eru komnir yfir aftur í stöðunni 15-16. Þeir setja þrist strax eftir leikhlé
- Leikur Íslenska liðsins er ekki uppá sitt besta, Borce, þjálfari liðsins tekur leikhlé í stöðunni 15-13
– Svíar refsa fyrir mistök og setja snögg fjögur stig, 13-10.
– Árni Elmar leikur sama leik, 12-6 og íslenska liðið er á góðu róli
– 9-4 Þórir Guðmundur setur þrist í næstu sókn við mikinn fögnuð úr stúkunni.
– Ísland er komið yfir í stöðunni 4-6, en það var Þórir Guðmundur sem var fyrstur fram og lagði boltan laglega upp og undir eins og menn segja á ensku
– Stuðningsmenn og konur íslands taka vel undir í stúkunni í dag en hérna fyrir neðan má sjá U16 lið kvenna syngja með þjóðsöngnum úr stúkunni
Íslenska U16 lið kvenna styður vel við vini sína í karlaliðinu úr stúkunni
– Svíar byrja þetta af krafti og setja fyrstu fjögur stigin. Það var hins vegar Sveinbjörn sem skoraði fyrstu stig Íslands í leiknum.
– Byrjunarlið Íslands er : Þórir Guðmundur, Árni Elmar, Sveinbjörn, Brynjar Karl og Jörundur Snær
Fyrir leik
– Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er sem stendur efstur á lista í sínum flokki í fjölda stiga per leik, með 22,7 stig. Brynjar Karl Ævarsson er í þriðja sæti yfir stoðsendingahæstu menn, með 4 stoðsendingar á leik.
– Nú styttist í þjóðsöngva, en þeir eru leiknir fjórir í einu fyrir öll fjögur liðin sem keppa á völlunum tveimur sem liggja samhliða hérna í Solnahallen. Núna eru það lið Íslands, Svíþjóðar, Eistland og Danmörk.
– Einhver ruglingur virðist hafa verið á tölfræði liðsins hingað til í mótinu en Adam Eiður Ásgeirsson hefur verið skráður sem Ingvi Karl Jónsson á skýrslu, vonandi verður þetta leiðrétt fyrir seinasta leik liðsins á morgun
– Liðið stillti upp í liðsmynd fyrir leik sem má sjá hérna efst í fréttinni
– Hérna fyrir neðan er staðan í riðli Íslands u16 karla.