spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Ísland - Noregur U-18 Karla

Bein textalýsing: Ísland – Noregur U-18 Karla

 Núna stendur yfir leikur Íslands og Noregs í U18 drengja.  Íslenska liðið vann lið Eistlands í gær með 28 stigum og stefna vafalaust á að sækja sér annan sigur í kvöld.  
 
 
 
–Vegna tæknilegra örðuleika virðist netið hafa brugðist okkur.  Við biðjumst velvirðingar á því-
Fjórði leikhluti

Sitgahæstur í liði Íslands í leiknum var Jón Axel Guðmundsson með 19 stig en næstu menn voru Magnús Már Traustason með 11 stig og Pétur Rúnar Birgisson með 10 stig.  

-  Seinasta sókn Norðmanna var svakaleg, þeir náðu þremur skotum á körfuna, það seinasta varði Hjálmar Stefánsson fyrir utan þriggja stiga línuna og sigur Íslands því í höfn.  69-73.  

– Jón Axel er sendur á línuna og setur annað, 69-73 og Norðmenn taka leikhlé með 14,7 sekúndur eftir.  

 

-  Norðmenn minnka muninn í 3 stig þegar 16 sekúndur eru eftir, 69-72.  Ísland tekur leikhlé og á boltann.

 

– Norðmenn taka leikhlé í stöðunni 67-82. Ísland á boltan og nú reynir á Íslenska liðið að standast pressuna.  

 

– Íslenska vörnin reynist dýrmæt á köflum, það eru allar hendur á lofti og drengirnir trufla hvern bolta sem hægt er.  Þegar 46 sekúndur eru eftir er boltinn búinn að fara fram og til baka nokkrum sinnum og bæði lið gera mistök.  

 

– Ísland leiðir með fjórum stigum þegar rúmar tvær mínútur eru eftir, 66-70.  

 
 
 
Högni Fjalarsson
 
Þriðji leikhluti 
 
–  Daði Lár setur fimm stig á lokakafla þriðja leikhuta og kemur forskoti Íslands aftur upp í 8 stig, en Norðmenn höfðu náð ágætis áhlaupi.  
 
– Jón Axel fær sína fjórðu villu og er settur á bekkinn
 
– Jón Axel hefur skorað fjögur stig í röð og forksotið er komið í 10 stig.  Hlutirnir eru ekki lengi að gerast hérna og góður kafli Íslenska liðsins í gangi
 
– Kári setur þrist og kemur okkur í 6 stiga forskot, 46-40.  
 
–  Norðmenn hafa núna sett þrist þrjár sóknir í röð, sem betur fer hefur Ísland náð að svara í tvígang en það munar bara tveimur stigum á liðunum, 41-39.  
 
– Norðmenn setja þrist sem Kári svarar  um hæl af vítalínunni, 37-33 
 
– 35-30 eftir tvær mínútur í seinni hálfleik.  
 
Stigahæstur í hálfleik í Íslenska liðinu er Pétur Rúnar Birgisson með 7 stig en næstu menn eru Magnús Már Traustason og Brynjar Magnús Friðriksson með 6 stig hvor.  
 
Annar leikhluti 
 
-Ísland átti seinustu tilraun fyrri hálfleiks þegar Kári keyrir að körfunni en mætir varnarvegg Norðmanna og skotið geigar.  31-28 þegar fyrri hálfleik er lokið 
 
– Brynjar Magnús er fastur fyrir undir körfunni sem fyrr og setur niður baráttukörfu.  Ísland leiðir ennþá með þremur stigum 31-28.  
 
–  Norðmönnum hefur tekist að minnka forskot Íslands niður í eitt stig, 27-26.  
 
– Ísland er að finna auðveldar leiðir upp að körfunni eins og er, Kristján Sverrisson setti næstu tvö stig einnig beint undir körfunni
 
– Magnús Már setti fjögur stig alveg undir körfunni með á stuttum kafla og kom Íslandi í 25-18. 
 
– Ísland skoraði næstu 5 stig þangað til Noregur tók leikhlé aftur, 21-17.  
 
-Norðmenn komast yfir í fyrstu sókn annars leikhluta, 16-17.  
 
 
Fyrsti leikhluti
 
– Fyrsta leikhluta er lokið þar sem Ísland leiðir með einu stigi, 16-15.  
 
– Pétur Rúnar á næstu fjögur stig Íslands.  Ísland leiðir með þeim mun þegar ein og hál er eftir af fyrsta leikhluta, 16-12.  
 
– Kári stelur boltanum og keyrir fram.  Það er brotið á honum og hann sendur á línuna þar sem hann setur bæði skotin niður, 12-8 
 
–  Norðmenn taka leikhlé í stöðunni 10-8 
 
– Brynjar Magnús skilar næstu sókn með miklum tilþrifum þegar hann treður boltanum niður, 10-6 fyrir Íslandi.  Brynjar á afmæli í dag og fagnar vel í tilefni dagsins
 
– Flottur varnarleikur hjá Íslenska liðinu og Jón Axel fær boltan í snöggt hraðaupphlaup sem endar með tveimur auðveldum stigum. 
 
– Brynjar Magnús með flott sóknarfrákast og skilar því beint ofaní, 6-6
 
– Leikuinn byrjar af krafti og spilast mjög hratt.  Liðin hafa skipt stigunum jafnt á milli sín hingað til og stendur 4-4 eftir þrjár mínútur.  
 
–  Byrjunarlið Íslenska liðið er Jón Axel, Kári, Brynjar Magnús, Hjálmar og Hilmir 
 
Fréttir
- Auglýsing -