Hérna fyglri bein textalýsing af leik U18 liði karla gegn Finnlandi á Norðurlandamótinu í Solna. Íslenska U18 liðið hefur unnið báða leiki sína hingað til á mótinu
Stigahæstur í leiknum var Jón Axel með 45 stig og 10 fráköst, næstu menn voru Pétur Rúnar með 11 stig, Hjálmar og Brynjar Magnús með 8 stig hvor
Framlenging
Leik lokið – 88-84. Finnar vinna í ótrúlega spennandi leik
– Þetta er sorglegt. Finanr tryggja sér sigurinn á vítalínunni. 88-84 og 0.3 sekúndur eftir.
– Annað skot- klikkar… blaðamanni varð á í messunni, hann hefur stigið á línuna og aðeins tvö skot. Brotið á Finna í frákastinu og þeir fara á línuna. 3,6 sekúdnur eftir og þeir geta tryggt sér sigurinn.
– Fyrsta skot – niður
– Brotið á Kára í þriggja stiga skoti þegar 4,3 sekúdnur eftir. Núna reynir á vítaskotin
– Finnar á vítalínunni þegar 11 sekúnduru eru eftir. Þeir setja bæði ofaní og eru þremur stigum yfir þegar 10 sekúndur eru eftir
– Finnar skora og sókn Íslands gengur ekki upp, 18 sekúndur eftir, FInnland leiðir, 84-83
– Hjálmar ver skot Finna og Kári setur niður sniðskot 10 sekúndum seinna. Ísland leiðir 82-83.
– Leikhlé Ísland, ein mínúta og 13 sekúndur eftir.
– Finnar troða með látum, aftur komnir yfir, 82-81.
– Finnar skora og leiða, 80-79. Jón Axel svara um hæl. 80-81.
– tvær og hálf mínúta eftir. Finnar hafa ekki ennþá skorað í framlengingunni og Ísland aðeins eitt. Það má ekki mikið útaf bregða
– Stolinn bolti, brotið á Jóni og hann á vítlínun ” Ekki skrítið að hann skori, hann fær bara víti” segir Kári Jónsson
– Jón Axel skorar fyrsta stig framlengingar af vítalínunni, 78-79.
– Ísland byrjar með boltan, það eru spilaðar fimm mínútur
Fjórði leikhluti
– Framlenging, Ísland var hársbreidd frá því að stela þessu þegar þeir stela boltanum og henda honum fram. Kári var hins vegar aðeins of seinn og náði ekki til boltans.
– Leikhlé, 18 sekúndur og finnar með boltan. Þetta gerist ekki meira spennandi
– JÓN AXEL GUÐMUNDSSON, drengurinn setur þrist og jafnar leikinn þegar 18 sekúdnur eru eftir. Hann er kominn með 42 stig í leiknum! Hvað er að gerast?
– Varnarleikurinn skilar töpuðum bolta hjá Finnum, þeir fara aftur fyrir miðju og Ísland á boltann. Ein mínúta eftir
– Finnar með boltan á vallarhelmingi Íslendinga, ef þeir ná stoppi núna er allt hægt.
– Barátta í Íslenska liðinu, þeir stela boltanum aftur og Jón Axel er sendur á línuna, bókuð tvö stig. 78-75 og 1 mínúta og 10 sekúndur eftir. Leikhlé Finnar
– Jón Axel fer á línuna tvær sóknir í röð, fjögur stig í bankann. 78-73. ein og hálf mínúta eftir, er þetta hægt?
– Þetta ætlar ekki að falla með okkur í dag, Kári nær góðu hraðaupphlaupi, skotið er varið en vafasamt hvort boltinn hafi jafnvel verið á niðurleið. Í staðin fyrir tvö stig hjá okkur þá er dæmd villa og Finnar fara á línuna. 78-69 og ein og hálf mínúta eftir.
– Finnar eru komnir í bónus og fara því á línuna í hvert skipti sem Ísland brýtur. FInnar bæta í og leiða mðe 8 stigum, 77-69.
– Ísland tekur leikhlé, þrjár mínútur eftir og nú reynir á.
– Finnar halda í forskotið með krafti og klóm. Þrjár mínútur eftir og þeir leiða með 5 stigum, 74-69.
– Jón Axel fer á línuna aðra sóknina í röð. 3 af fjórum ofaní og það munar 5 stigum á liðunum, 72-67.
– Finnar hafa náð 8 stiga forskoti, 72-64. Íslenski sóknarleikurinn er ekki að skila miklu og það virðist vanta einhvern kraft í leikinn.
– Finnar byrja fjórða leikhluta betur, settu þrist strax í upphafi og leiða núna með tveimur stigum, 66-64.
Þriðji leikhluti
– Þannig líkur þriðja leikhluta, Ísland leiðir með einu.
– Jón Axel með annan þrist sem Finnar svara um leið, 61-62.
– Jón Axel setur þrist og Ísland leiðir með þremur, 56-59.
– STOLINN BOLTI, vörnin er að virka. Jón Axel er vakandi sem fyrr og stelur boltanum við endalínu Finna og setur boltann beint ofaní, 53-54 og Finnar taka leikhlé
– Þegar boltinn dettur þá gerast hlutirnir, Ísland hefur náð að minnka muninn niður í eitt stig aftur, 53-52.
– Sem fyrr er heppnin ekki með Íslendingum, þeir eru að stela boltanum í gríð og erg og bruna fram, boltinn vill hins vegar ekki ofaní.
– Jón Axel setur fyrstu stig Íslands, brotið á honum og hann setur vítið að auku, 51-45.
– Finnar hafa sett fimm fyrstu stig seinni hálfleiks, skotin eru ekki að detta hjá íslenska liðinu eins og í upphafi leiks. 51-44.
– Fyrstu stig gestana koma fyrir slysni, Finnar klúðra sniðskoti en dómarinn dæmir það sem körfu vegna þess að Brynjar Magnús slær í spjaldið á sama tíma.
– Leikur hafinn að nýju, Daði byrjar seinni hálfleik af krafti og nær boltanum á baráttunni einni saman.
Stigahæstur í hálfleik hjá Íslenska liðinu er Jón Axel Guðmundsson með 16 stig en næstu menn eru Pétur Rúnar Birgisson með 7 stig og Hjálmar Stefánsson með 6 stig.
Annar leikhluti
– Finnar leiða með 4 stigum þegar flautað er til hálfleiks, 46-42.
– Klaufaskapur, Daði fer í frákast og hendin klemmist á milli handa andstæðingsins og dómarinn dæmir þess vegna villu. Finnar fara á vítalínuna.
– Daði Lár keyrir á körfuna og minnkar muninn enn meira, 42-41. Finnar vörðu skotið en dómarar leiksins dæmdu að það hefði verið varið á niðurleið.
– Íslendingar hafa minnkað muninn niður í 3 stig, mjög góður kafli frá íslenska liðinu og ein mínúta eftir. 42-39.
– Stuðningsmenn Íslands hafa tekið við sér og byrja að styðja sitt lið úr stúkunni.
– Jón Axel setur þrist eftir stolinn bolta frá Hjálmari sem kom honum strax fram á Jón Axel, 42-35.
– Finnar taka leikhlé þegar Hjálmar setur 2 stig og minnkar muninn í 10 stig, 42-32. Finnar splæstu þar rétt á undan í svakalegt block sem Kári vill líklega ekki muna eftir.
– Brynjar Magnús með laglegt sniðskot eftir pick með Daða Lár, 42-28.
– Finnar bæta enn í forskotið, 39-24 og fimm mínútu eftir af fyrri hálfleik
– Daði Lár er sendur á línuna, minnkar muninn aftur niður í 12 stig, 34-22.
– Ísland tekur leikhlé, 32-21 og Finnland bíður eftir að komast á línuna.
– Pétur Rúnar setur fyrstu stig Íslands í öðrum leikhluta, 30-21.
– Það eru samt sem áður Finnar sem byrja mun betur, þeir koma forskotinu upp í 12 stig á fyrstu mínútu annars leikhluta.
– Leikur hafinn að nýju, Ísland byrjar með boltan
– Það er leikklukkan sem er að trufla menn, Dj-inn sér um að skemmta áhorfendum á meðan
– Einhver töf er á leiknum en dómarar leiksins hafa beðið leikmenn að sitjast aftur á bekkinn á meðan unnið er við ritaraborðið.
Fyrsti leikhluti
– Jón Axel stillir upp í seinasta skot leikhlutans, það gekk ekki og tíminn rennur út. 26-18
– Ennþá eru sniðskotin að klikka, Finnar bæta í af vítalínunni þegar ein mínúta er eftir af fyrsta leikhluta , 26-18.
– Finnar taka leikhlé, Ísland fer á línuna eftir leikhlé og geta þá minnkað muninn niður í 4 stig.
– Heppnin er ekki með íslenska liðinu, Jón Axel kemst einn fram í hraðaupphlaup í tvígang en bæði skiptin geiga skotin. Brynjar Magnús ver glæsilega í næstu sókn en boltinn dettur fyrir Finna. 22-16 eftir 8 mínútur af leik
– Finnar hafa heldur betur svarað fyrir fyrstu sex stig Íslendinga, en þeir hafa síðan þá unnið 20-6 og eru 8 stigum yfir, 20-12.
– Brynjar Magnús splæsir í troðslu en Íslandi hafði ekki skorað í nokkurn tíma. Finnar hafa þess vegna náð 6 stiga forskoti, 18-12.
– 11-8 en 7 af þessum stigum Finna hafa komið af vítalínunni, þar sem þeir hafa ekki klikkað á skoti ennþá.
- Dómararnir gefa lítið eftir, Ísland hefur fengið á sig fimm villur á fyrstu þremur og hálfri mínútunni. FInnland hefur ekki ennþá fengið dæmda á sig villu
– Finnland svarar um hæl með næstu 5 stigum, 5-6
– Íslenska liðið byrjar af krafti og kemst í 6- 0 með stigum frá Kára, Brynjari og Jón Axel.
– Byrjunarlið Íslands er Kári, Hjálmar, Hilmir, Brynjar Magnús og Jón Axel