Hérna fyrir neðan er bein textalýsing frá leik Íslands og Danmörk í U16 kvenna. Leikurinn skiptir ekki máli fyrir íslenska liðið uppá stöðu í mótsins þar sem þær hafa þegar fengið verðlaun afhent fyrir fyrsta sæti á mótinu. Danir hafa að sama skapi ekki að neinu að keppa þar sem þær munu enda í fjórða sæti á mótinu óháð úrslitum þessa leiks.
– Stigahæst í leiknum í dag var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir með 13 stig og 4 fráköst, næstar voru Emelía Ósk með 11 stig og Thelma Dís með 9 stig og 6 fráköst
Fjórði leikhuti
– Síðasta skot dana geigar og Ísland fagnar sigir, 47-48.
– Danir minnka muninn í eitt stig þegar 50 sekúndur eru eftir, þetta verður spennandi lokamínúta
– Ein mínúta eftir og Emilía kemur Íslandi í þriggja stiga forskot, 45-48. Leikhlé
– Elín Sóley er send á línuna, nýtir eitt víti og Ísland leiðir 43-44 þegar tvær og hálf mínúta er eftir. Ísland tekur leikhlé
– Sylvía kemur íslandi aftur yfir, 42-43. fjórar mínútur eftir
– Liðin skiptast á að leiða leikinn, 42-41
– Elín Sóley kemur íslandi yfir í fyrsta skiptuð í leiknum, 38-39
– Virkilega góður kafli hjá Íslenska liðinu, þær hafa minnkað muninn niður í 1 stig og Danir hafa tekið leikhlé, Björk Gunnarsdóttir setti þrist úr horninu og íslensku stuðningsmennirnir stóðu á fætur. Stemmingin er með Íslandi eins og er, 38-37
– Emelía skorar fyrstu stig Íslands strax efitr 5 sekúndur af fjórða leikhluta
– Elín Sóley, Emelía, Sylvía, Björk og Thelma Dís byrja fjórða leikhluta.
Þriðji leikhluti
– Danir leiða með 8 stigum þegar einn leikhluti er eftir, þær skoruðu seinustu stig leikhlutans þegar flauta gall en dómararnir dæmdu hana ógilda. 38-30.
– Sylvía kemur aftur inná af bekknum og gefur gullfallega sendingu á Björk sem fær opið sniðskot, 38-28
– Elín Sóley bætir í, 10 stigið hennar komið þegar hún fær boltan á high post og keyrir upp í vinstra sniðskot, 34-26.
– 33-24 þegar rúmar fimm mínútur eru eftir af þriðja leikhluta, Danir á vítalínunni
– Á móti kemur að Elín Sóley er að eiga góðan leik í dag og er komin með 8 stig.
– Það eru ekki góðar fréttir fyrir Ísland að Inga Rún er komin með fjórar villur en hún hefur verið klettur í varnarleik Íslenska liðsins á mótinu
– Þær Dönsku voru ekki lengi að svara fyrir sig og hafa skorað 7 stig gegn næstu tveimur stigum Íslands, 33-22.
– Gunnhildur Bára skorar fyrstu stig Íslands í þriðja leikhluta, Thelma Dís fer á vítalínuna stuttu seinna og setur eitt, 26-20
Annar Leikhluti
– Þegar flautað er til hálfleiks leiða Danir með 9 stigum, 26-17. Það hefur gengið óvenju illa að koma boltanum ofaní. Eitthvað sem ég hef fulla trú á að liðið breytir og bæti í seinni hálfleik.
– Loksins kom stig frá Íslandi, Emelía keyrir upp völlinn og sér glufu í vörninni, keyrir að körfunni og leggur boltan laglega ofaní, 24-15.
– Það virðist allt ganga upp hjá þeim Dönsku þessa stundina, þær pressa hátt og stela boltanum oft við körfu Íslands. Þær hafa náð að auka forskotið í 11 stig, 24-13.
– Þetta er í fyrsta skiptið á mótinu sem þetta lið lendir í teljandi vandræðum sóknarlega. Þær virðast eiga mjög erfitt með að finna góð skot og eru þess vegna að taka alltof erfið og þvinguð skot.
– Dönsku stelpurnar hafa náð að bæta í forskotið og leiða 17-12.
– Elín Sóley tók glæsilegt hook skot, spjaldið ofaní og enn munar þremur stigum á liðunum, 12-9.
– Thelma Dís bætir við tveimur stigum strax í upphafi annars leikhluta, 10-7.
Fyrsti leikhluti
– Báðum liðum gekk brösulega að skora eftir leikhléið og það var ekki fyrr en á lokasekúndum leikhlutans sem Danska liðinu tókst að bæta tveimur stigum við, 10-5 og einum leikhluta lokið
– Danir taka leikhlé, 8-5 og þrjár mínútur eftir af fyrsta leikhluta
– Thelma Dís skorar sín fyrstu stig í dag, 8-5 og Íslenska liðið virðist vera að detta í sinn gamla góða gír. Bæði í vörn og sókn
– Þær dönsku pressa mjög hátt og Íslenska liðið er í vandræðum með að koma boltnaum upp völlinn.
– Emelía bætir við þriðja stiginu eftir fimm mínútur af leik, hún var send á vítalínuna og nýtti seinna vítið. 8-3.
– Leikhlé, Einbeitingin hefur ekki verið uppá sitt besta hérna í upphafi. En liðið hefur nægan tíma til að koma sér í gang.
– Þær Dönsku byrja mun betur og leiða 6-2 eftir þrjár mínútur. Varnarleikur Dana er að reynast okkur erfiður
Fyrir leik
– Byrjunarlið Íslands í dag er Björk, Emelía, Sylvía, Inga Rún og Thelma Dís
– Liðin eru byrjuð að hita upp við ljúfa tóna Pharrell Williams, en lagið Happy hefur verið spilað svona 38 sinnum á mótinu hingað til
– Sylvía er einnig með flest fráköst á leik að meðaltali eða 12 stykki. Mögnuð tölfræði hjá henni.
– Elfa Falsdóttir er stoðsendingahæst á mótinu með 3 stoðsendingar á leik
– Sylvía Rún Hálfdanadóttir er stigahæst á mótinu með 16,8 stig á leik en næst á eftir henni er Lena Svanholm með 13,3 stig að meðaltali á leik.