spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Haukar á lífi!!!

Bein textalýsing: Haukar á lífi!!!

Hér að neðan fer bein textalýsing frá þriðju viðureign KR og Hauka í úrslitum Domino´s-deildar karla. Staðan í einvíginu er 2-0 KR í vil og dugir röndóttum sigur í kvöld til þess að verða Íslandsmeistarar. Kári Jónsson leikur ekki með Haukum í kvöld. 

Framlenging:

– HAUKAR SIGRA! Lokatölur 77-78 fyrir Hauka! 

– Nokkrar tilraunir KR vilja ekki niður og Haukar ná frákastinu og brotið á Emil Barja sem er á leið á vítalínuna! 1,54 sek eftir af leiknum.

25 sek Finnur Atli kemur Haukum í 77-78.

– 34 sek eftir af leiknum og Haukar taka leikhlé og eiga svo boltann við topp þriggja stiga línunnar. 

– 47 sek, brotið á Brilla sem setur tvö víti og kemur KR í 77-76.

– 55sek eftir, Barja á vítalínunni, kemur Haukum í 75-76.

– Craion gengur ekkert á vítalínunni, þetta er dýrt, brennir af tveimur en Snorri Hrafnkels með sóknarfrákastið! 

– 75-74 Snorri Hrafnkels með sóknarfrákast og kemur KR yfir. 

– 73-74 Craion setur eitt víti og 2.35mín eftir.

– 2.50mín eftir og Mobley kemur Haukum í 72-74 eftir góða sendingu á hann inni í teig.

– Óðagot síðustu varnir hjá Haukum, að brjóta að óþörfu og senda KR á línuna og í þessu tilfelli jafnar Helgi Magnússon 72-72. 

– Mobley nær sóknarfrákasti og Craion brýtur á honum, Mobley fær tvö víti og kemur Haukum í 70-72.

– Haukar byrja með boltann.

4. leikhluti

– FINNUR ATLI MAGNÚSSON!! Það er ekki bara annar Magnússonurinn fær um stóru skotin. Finnur kemur Haukum í framlengingu með þrist í horninu 70-70, þvílíkt skot, þvílíkur leikur!! 

– 18 sek eftir, Haukar brjóta á Snorra Hrafnkels sem kemur KR í 70-67 með einu víti.

– Haukur Óskarsson brýtur á Brynjari Þór, KR í skotrétt og Brynjar setur bæði vítin 69-67 og 45sek eftir.

– HELGI MAGG aftur!! 67-67, þristur frá Tjakknum!

– 1.25mín eftir og Mobley á vítalínunni fyrir Hauka, kemur gestunum í 64-67. 

– Risaþristur hjá Barja sem Helgi Magg svarar í sömu mynt og 1.33mín eftir staðan 64-65 fyrir Hauka. 

– 61-62 Craion með tvö víti fyrir KR og 1.50mín eftir. 

– Finnur Atli og Haukur inn í Haukaliðið þegar 2.04mín eru eftir fyrir Hjálmar og Guðna sem hafa skilað hrikalega flottri vinnu í fjórða leikhluta fyrir Hauka. 

– 3.01mín eftir og Pavel að fá sína fimmtu villu í liði KR en inn í hans stað kemur Björn Kristjánsson.

– 59-62 Brynjar Þór gerir tvö stig af vítalínunni fyrir KR og hans fyrstu stig í síðari hálfleik, Brynjar kominn með 21 stig í leiknum. 3.17mín til leiksloka. 

– 57-62 Guðni Heiðar með hægframkvæmda sveiflu í KR-teignum sem gefur tvö lagleg stig. Hlutabréfin í Haukum eru á uppleið þessar mínúturnar…

– 57-60 Mobley skorar í KR teignum, 5.22mín eftir af leiknum.

– Brynjar Þór sem var frábær í fyrri hálfleik hefur ekki enn skorað í þeim síðari eftir 14 mínútna leik. Craion hefur dregið KR-vagninn hér í síðari hálfleik. 

– Pavel Ermolinski að fá sína fjórðu villu í liði KR. Nú eru þrír með fjórar villur, Pavel og svo þeir Kristinn Jónasson og Brandon Mobley í liði Hauka. 

– Sex mínútur eftir og forystan sveiflast á milli liðanna, þetta getur bara orðið æsilegur endasprettur. Sem sakir standa leiða Haukar 57-58. 

– 54-54 Haukur Óskars jafnaði fyrir Hauka en Darri Hilmarsson fór út í horn í næstu KR sókn og smellti niður þrist 57-54.

– 53-52 Finnur Atli Magnússon gerir fyrstu stig fjórða leikhluta af vítalínunni fyrir Hauka. Finnur kominn með 8 stig. 

– KR byrjar með boltann í fjórða.


3. leikhluti

– Heyrið nú eitt augnablik, Haukar með grimma lokun á þriðja því það kom stolinn og Hjálmar kláraði í hraðaupphlaupi um leið og þriðji rann út staðan 53-50 og hagur Hauka vænkast! 

– 53-48 Emil Barja með þrist þegar 25sek eru eftir af þriðja! 

– 53-41 fyrir KR og 1.32mín eftir af þriðja leikhluta. 

– 49-41 Finnur Atli setur tvö víti fyrir Hauka, staðan er því 7-3 fyrir KR í þriðja leikhluta eftir sjö mínútna leik! Þetta hefur ekki verið fallegt hér í síðari hálfleik, síður en svo! 

– 48-39  og Haukar loks búnir að skora en það gerir Kristinn Jónasson af vítalínunni þegar hann setur niður annað vítið af tveimur. 

– Fjórða villan á Mobley dottin í hús, strax í næstu vörn og stuðningsmenn Hauka senda dómurum leiksins tóninn. Hafnfirðingar enn ekki búnir að skora og Craion kemur KR í 48-38, klikkar aftur á öðru vítinu.

– Mobley að fá sína þriðju villu er hann sendir Craion á línuna…Craion setur annað vítið og kemur KR í 47-38.

– 5.27mín eftir af þriðja og Haukar taka leikhlé enda ekki enn búnir að skora í leikhlutanum. Staðan enn 46-38 fyrir Hauka. 

– Þessar fyrstu mínútur í síðari hálfleik yrðu séra Friðriki ekki að skapi því kappið er svona meira að bera fegurðina ofurliði í augnablikinu, umtalsverð harka farin að færast í leikinn. 

– 44-38 Pavel gerir fyrstu stig síðari hálfleiks eftir þriggja mínútna leik og Darri fljótur að bæta við eftir stolinn bolta hjá KR og staðan 46-38. 

– Þriðji leikhluti er hafinn og það eru heimamenn í KR sem byrja með boltann.
 

Skotnýting liðanna í hálfleik (KR 42-38 Haukar)

KR: Tveggja 43% – þriggja 41% og víti 60% (3-5)

Haukar: Tveggja 54% – þriggja 27%  og víti 0% (0-1)

– Í fyrri hálfleik:
Hafa liðin 9 sinnum skipst á forysunni. 
KR mest náð 9-0 áhlaupi
Haukar mest náð 7-0 áhlaupi
Mestur hefur munurinn aðeins verið 6 stig í báðar áttir
KR hefur fengið 4 stig úr töpuðum boltum Hauka en Haukar 5 úr töpuðum boltum KR
KR er með 6 stig úr hraðaupphlaupum en Haukar aðeins 2
KR leiðir frákastabaráttuna í fyrri hállfeik með naumindum 23-22

(Brynjar Þór Björnsson er maður fyrri hálfleiks með 6-8 í þristum og 19 stig)

2. leikhluti:

– Fyrri hálfleik lokið: KR 42-38 KR. Þrælskemmtilegur annar leikhluti sem var hnífjafn, 25-25. Brynjar Þór sjóðheitur í liði KR með 19 stig og 6-8 í þristum. Hjá Haukum er Mobley kominn með 13 stig. 

– SÆLLL, Hjálmar var að plakata Craion, eins gott að Fannar Ólafsson prenti út þetta plakat.

– 33-34 Kristinn Marinósson  með þrsit en Brynjar Þór er gersamlega sjóðheitur hérna því hann rekur þristinn hans Kristins beint ofan í hann með öðrum slíkum og kemur KR í 36-34. Hér skiptist forystan ört milli liðanna, fjörugur leikur í gangi.

– Staðan 10-5 í villum, 10 á Hauka, 5 á KR. 

– 33-31 fjögurra stiga sókn hjá KR þar sem Brynjar setti vítið, þetta sést ekki oft en alltaf gaman þegar það kemur. 

– 29-28 Brynjar Þór með þrist fyrir KR og kominn með 12 stig. 29-31 Mobley svarar í sömu mynt, hörkuleikur hérna í gangi og Brilli hendir í þrist og villu… !!

– Mótlætið virðist hafa elft gestina því Haukar eru búnir að jafna 26-26 og 6.17mín í hálfleik. Craion með 10 stig í liði KR en Kristinn Marinósson með 6 stig í liði Hauka. 

– Og sárið saltað hjá Haukum með þrist frá Brilla og staðan orðin 26-22 fyrir KR. Þetta var algert bíó þessi tæknivilla á Kristinn Jónasson sem kominn er með þrjár villur. 

– Kristinn Jónasson er dottinn í gír, díselinn er á fullu og nú fær hann skammir frá dómurum leiksins fyrir að sýna tilfinningar og í kjölfarið dæmt tæknivíti á hann. Algerlega taktlaust og nú eru dómarar leiksins með einhvern leiðindarleikþátt sem vonandi verður ekki aftur á boðstólunum.

– Kristinn Jónasson náði sóknarfrákasti fyrir Hauka, kom boltanum á Hauk Óskars sem opnaði annan leikhluta með tveggja stiga skoti í teignum, 17-15. Björn Kristjáns fór yfir og smellti í þrist fyrir KR 20-15.

– Annar leikhluti er hafinn. Það eru Haukar sem byrja með boltann.


1. leikhluti

– Fyrsta leikhluta lokið: 17-13 fyrir KR. Finnur Atli Magnússon lokaði leikhlutanum með sóknarfrákasti og körfu í teig þeirra KR-inga. Gestirnir úr Hafnarfirði fóru betur af stað í leikhlutanum en KR óx ásmegin með hverri mínútunni, sér í lagi þegar Craion fór að láta til sín taka á blokinni en hann er með 8 stig eftir fyrstu 10 mínúturnar.

– 17-11 og 40 sekúndur eftir af fyrsta leikhluta.

– 17-11, Helgi Magg með laglega hreyfingu á blokkinni, skorar og fær villu að auki og að sjálfsögðu setur hann vítið enda annálaður fagmaður.

– Menn eru eitthvað veiklulegir í árásum sínum á báðar körfur, sjö mínútur liðnar af fyrsta og ekki enn komið vítaksot. 

– 12-11 Craion með sex stig í röð fyrir KR, nú síðast eftir stolinn þar sem hann brunaði upp og skoraði. 

– Tvívilla dæmd á Brynjar Þór og Kristinn Marinósson, eitthvað að klafsa piltarnir. 

– Vagg og velta, Craion og Brilli…útkoman þristur, 6-9 fyrir Hauka og Brilli búinn að gera öll sex stig KR úr þriggja stiga skotum.

– 3-7 Finnur Atli saumar sig framhjá Darra Hilmars og skellir niður skoti. 

– Leikur hafinn og það eru Haukar sem vinna uppkastið og gera fyrstu stigin 0-2 en það gerði Kristinn Marinósson eftir sóknarfrákast. Brynjar Þór fer yfir og svarar 3-2 með þrist fyrir KR. 

– Byrjunarliðin eru þau sömu og í síðasta leik. Haukar byrja með Emil Barja, Kristinn Marinósson, Hauk Óskarsson, Finn Atla Magnússon og Brandon Mobley og KR byrjar með Pavel Ermolinski, Brynjar Þór Björnsson, Darra Hilmarsson, Helga Magnússon og Michael Craion.

Fyrir leik

(Skilaboðin úr KR-stúkunni eru skýr – í kvöld verður sópað!)

– Páll Sævar, a.k.a. Röddin, kynnir liðin til leiks. 

– Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er að sjálfsögðu mættur á leikinn en hann er afmælisbarn dagsins og hér var salurinn að syngja fyrir formanninn. Karfan.is óskar Hannesi að sjálfsögðu til hamingju með daginn. 

(Jarlinn, sjálfur Sindra-Stáls bikarinn, Íslandsmeistaratitillinn eða El Grande…eftir því hvað ykkur lystir. Stálið er mætt í hús, stóra spurningin er… eiga Haukar innistæðu til þess að halda honum á þessu borði eða fer hann á loft?)

– Fyrstu tvær viðureignir liðanna í úrslitum:
Leikur 1: KR 91-61 Haukar (KR 1-0 Haukar)
Leikur 2: Haukar 82-88 KR (KR 2-0 Haukar)

 

(Kári Jónsson er ekki með í kvöld, staðan var tekin á honum í dag skv. upplýsingum frá Emil Erni Sigurðarsyni öðrum af tveimur aðstoðarþjálfurum Hauka og hefur niðurstaðan verið sú að Kári myndi ekki spila).

– Dómarar kvöldsins eru Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson. Eftirlitsdómari er enginn annar en hinn skeleggi formaður dómaranefndar KKÍ, Rúnar Birgir Gíslason.

– Ef KR vinnur í kvöld þá er þetta síðasti leikur Helga Magnússonar á ferlinum en hann hefur þegar gefið út að þetta sé hans síðasta leiktíð þar sem hann flytur til Bandaríkjanna að tímabili loknu. 

– Um 25 mínútur eru til leiks og ekki langt í að verði uppselt, fólk streymir að og grillin hjá KR eru í akkorði þessa stundina.

Fréttir
- Auglýsing -