spot_img
HomeFréttirBB.is: Formaður KFÍ ósáttur við tillögu um erlenda leikmenn

BB.is: Formaður KFÍ ósáttur við tillögu um erlenda leikmenn

„Árangur vetrarins var með hreinum ólíkindum. Karlaliðið vinnur fyrstu deildina með fáheyrðum yfirburðum og kvennaliðið var bara einu þriggja stiga skoti frá úrvalsdeildarsæti,“ segir Sævar Óskarsson, formaður KFÍ, en aðalfundur félagsins og lokahóf meistara- og unglingaflokks eru í kvöld. Sævar nefnir einnig að karlaliðið hafi dottið út í bikarkeppnum KKÍ fyrir Grindavík og Keflavík en slegið út önnur úrvalsdeildarlið. Liðið eigi því fullt erindi í úrvalsdeildina að ári.
 „Við sem stöndum að KFÍ erum gríðarlega stolt af okkar fólki.“??Sævar er ósáttur við breytingartillögu sem lögð var til á formannafundi KKÍ í síðustu viku. Í tillögunni kemur fram að taka beri upp svokallaða 3 2- reglu í Iceland-Express deild karla á næsta tímabili. Tillögunni hefur verið vísað til yfirstjórnar KKÍ, en verði hún samþykkt þýðir það að einungis tveir leikmenn með erlent ríkisfang mega vera inni á vellinum í einu. ??Sævar segir að hér séu það hagsmunir Reykjavíkurliðanna sem ráði för og stjórn KFÍ er ekki ánægð með það.
 
„Nokkur félög eru að koma sínum hagsmunum yfir á önnur.Við skiljum í raun ekki af hverju önnur félög eru að skipta sér af því hvernig við rekum okkar félag. Stór partur af því fólki sem starfar og iðkar sína íþrótt hjá KFÍ eru erlendir ríkisborgarar og okkur finnst ógeðfellt þegar verið er að færa hagsmuni íþróttafélaga í Reykjavík, sem hafa úr ógrynni íslenskra leikmanna úr að velja, yfir á okkur,“ segir Sævar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -