15:35
{mosimage}
(Bauermann hætti með Bamberg þremur dögum eftir að
þeir duttu út úr úrslitakeppninni í þýsku úrvalsdeildinni)
Dirk Bauermann mun láta af störfum sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Bamberg og mun einbeita sér eingöngu að starfi sínu sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Bauermann hefur gegnt bæði stöðu þjálfara Bamberg og þýska liðsins að undanförnu en báðir aðilar voru ósáttir með það fyrirkomulag og hann þurfti að velja milli félagsliðs eða landsliðs.
Bauermann hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við þýska sambandið. ,,Það eru sumir hlutir sem þarf að gera fyrir þýskan körfubolta sem eru svo mikilvægir að þeir krefjast þess að ég einbeiti mér 100% að þeim,” sagði Bauermann á blaðamannafundi í dag. ,,Þess vegna valdi ég.”
,,Eftir Ólympíuleikana munum við þurfa að byggja upp karlaliðið sem verður ekki auðvelt og mun krefjast mikils tíma og erfiði,” en Þýskaland fékk silfurverðlaunin á Evrópumótinu 2005 en Bauermann hefur stjórnað liðinu undanfarin fimm ár.
Næsta verkefni Þýskalands verður að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í næsta mánuði en þá leika þeir á móti þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins þrjú þeirra fara áfram.
Mynd: fiba.com/Holger Sauer