spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaBaskonia eru spænskir meistarar

Baskonia eru spænskir meistarar

Spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta lauk í kvöld eftir spennandi lokamót eftir að deildinni var frestað vegna Covid-19. Í úrslitaleiknum mættust lið Baskonia og Barcelona.

Lið Barcelona er með valinn mann í hverju rúmi og þótt sigurstranglegastir í vetur. Baskonia vann Valencia í undanúrslitaleiknum en Barcelona vann öruggan sigur á fyrrum félögum Ægis Þórs Steinarssonar í San Pablo Burgos.

Leikur kvöldsins var æsispennandi en að lokum var það lið Baskonia sem sigraði en það var Luca Vildoza sem setti sigurkörfuna með þrjár sekúndur eftir. Cory Higgins fékk þá tækifæri til að stela sigrinum fyrir Barcelona en þriggja stiga skot hans vildi ekki ofan í.

Þetta er fyrsti spánarmeistaratitill Baskoina í tíu ár og sá fjórði í sögunni.

Luca Vildoza var stigahæstur í liði Baskonia með 17 stig og bætti við það fjórum stoðsendingum, þá var hann valinn maður úrslitanna. Tornike Shengelia var með 14 stig á eftir honum. Thomas Huertel var stigahæstur með 21 stig fyrir Barcelona, stærsta stjarna liðsins Nikola Mirotic vill væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst en hann fór útaf með fimm villur þegar fimm mínútur voru eftir. Hann endaði með átta stig í 13 skotum.

Fréttir
- Auglýsing -