spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaBáru sigurorð af Sporting

Báru sigurorð af Sporting

Tryggvi Snær Hlinason og Evrópumeistarar Bilbao lögðu Sporting frá Portúgal í kvöld í fyrsta leik annarrar umferðar FIBA Europe Cup, 94-79.

Tryggvi hafði frekar hægt um sig á þeim tæpu 19 mínútum sem hann spilaði í leiknum, en hann skilaði á þeim tveimur stigum, tveimur fráköstum, tveimur stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Eftir fyrstu umferð keppninnar sem Bilbao komst í gegnum er nú önnur riðlakeppni áður en leikið verður í útsláttarkeppni keppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -