Barry University tryggði sig í úrslitaleik SSC keppninar með stórsigri á liði Saint Leo nú rétt áðan en leikurinn endaði 91:72. Barry leiddi í hálfleik með 12 stigum og héldu þessari forystu og rúmlega það allt til enda leiks þrátt fyrir ágætis áhlaup Saint Leo. Elvar Már Friðriksson var að spila vel að venju. Skilaði fínni tvennu í 10 stigum og 10 stoðsendingum. Úrslitaleikurinn er svo á morgun og að öllum líkindum spilar Barry gegn liði Eckerd sem spilar nú í undanúrslitum.



