spot_img
HomeFréttirBaron Davis: Kom til að spila með Elton Brand

Baron Davis: Kom til að spila með Elton Brand

13:00

{mosimage}

Eins og greint hefur verið er leikstjórnandinn snjalli Baron Davis búinn að samþykkja fimm ára 65 milljón dollara samning við L.A. Clippers og yfirgefur hann því Golden State í sumar til þess að flytjast til Los Angeles. Davis sagði í viðtali að ein helsta ástæðan af hverju hann hafi valið Clippers-liðið er til þess að spila með Elton Brand.

En helsti höfuðverkur Davis þessa dagana er að Elton Brand er að hugleiða að ganga til liðs við fyrrum félaga Davis í Golden State. Liðið frá San Fransisco hefur boðið Brand fimm ára samning að upphæð 90 milljónir dollara en Clippers buðu honum ,,aðeins” 70 milljónir fyrir sama samningstíma.

Þrátt fyrir þetta er Davis vongóður að hann spili með Brand næsta vetur. ,,Ég hef ekki áhyggjur,” sagði Davis um hugsanlega brottför Brand. ,,Hann þarf að taka ákvörðun sem er best fyrir hann og við verðum að virða það. En það væri frábært að hafa hann hjá Clippers. Að hafa hann á vellinum, þá eru möguleikarnir endalausir og þá fáum við tækifæri til að vinna titil.”

,,Ég get ekki beðið eftir því að fá tækifæri til að spila með einu besta stóra leikmanninum í dag og einum mest vanmetna leikmanninum í dag," sagði Davis. ,,Það er mjög stór hluti af þeirri ákvörðun af hverju ég kom til L.A. Bara að hafa einhvern sem ég get gefið boltann og látið hlutina gerast."

{mosimage}

Brand sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi fengið sig lausan frá Clippers var til þess að finna lið sem hann gæti orðið meistari með. Brand sá hvað Boston gerði í vetur þar sem þrjár ofurstjörnur lögðu til hliðar öll einstaklingsmarkmið til þess að ná titli og hann sagðist vilja gera það. Því ætti það að vera auðveld ákvörðun hjá honum að gera samning við Clippers en hann vildi einnig sjá hvað félagið ætlaði að gera til þess að styrkja liðið. En nú er spurningin: Ætlar Brand að eltast við peninga eða velgengni.

Leikmenn sem eru með lausa samninga mega ekki skrifa undir samninga fyrr en eftir næsta miðvikudag en þá verður launaþak næsta vetrar gert opinbert og þá munum við sjá marga leikmenn fá nýja vinnuveitendur.

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -