16:38
{mosimage}
(Barkus hefur farið mikinn í deildinni)
Mikil bylting hefur orðið í upplýsingaaðgengi síðan Körfuknattleikssamband Íslands tók upp á því snjallræði að gera félögum í landinu það kleift að hafa beinar tölfræðilýsingar frá heimaleikjum sínum. Undir liðnum ,,Leikir í beinni” á heimasíðu KKÍ er hægt að fylgjast með beinu útsendingunum en á þeirri síðu er einnig öflug tölfræðisamantekt um hina ýmsu tölfræðiþætti í yfirstöðnum leikjum.
Förum nú aðein yfir hverjir hafa verið að skara fram úr þegar sjöttu umferð er við það að ljúka í Iceland Express deild kvenna.
Hamarskonan LaKiste Barkus hefur gert flest stig að meðaltali í leik eða 22,83 stig. Hamar vann fimm fyrstu leiki sína í deildinni en mátti sætta sig við tap á heimavelli í síðustu umferð gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur. Haukar deila toppsætinu með Hamri en bæði lið hafa 10 stig eftir sex leiki. Stigahæsti leikurinn hjá Barkus var gegn nýliðum Snæfells í fyrstu umferð þegar hún setti niður 34 stig en minnst hefur hún skorað 17 stig í leik og það í tvígang. Gegn Val og Fjölni.
Samlandi Barkus, Detra Ashley, leiðir deildina í fráköstum með 14,4 fráköst að meðaltali í leik en þarnæst er Valskonan og landsliðsmiðherjinn Signý Hermannsdóttir með 14,0 fráköst að meðaltali í leik. Ashley leikur með Snæfell sem eins og Fjölnir situr á botni deildarinnar án stiga en það ræðst annað kvöld hvort Fjölnir eða Snæfell næli í sín fyrstu stig þegar liðin mætast í Grafarvogi í síðasta leik sjöttu umferðar.
LaKiste Barkus leiðir deildina í flestum stoðsendingum á leik með 5,83 stoðsendingar að meðaltali í leik en þar næst er KR-ingurinn Hildur Sigurðardóttir með 5,67 stoðsendingar. Í þriðja sæti er svo miðherjinn Signý Hermannsdóttir með 4,67 stoðsendingar.
{mosimage}
(Signý Hermannsdóttir)
Signý Hermannsdóttir er aftur á ferðinni þegar framlagsjafnan er skoðuð. Í framlagsjöfnunni fá leikmenn stig fyrir frammistöðu í hverjum tölfræðiþætti og fær Signý að jafnaði 27,50 stig í hverjum leik. Hamarskonan Julia Demirer er næst með 26,67 stig og þriðja er liðsfélagi Juliu, LaKiste Barkus, með 21,50 að meðaltali í leik.
Lið Hamars gerir að jafnaði flest stig í leik eða 80 að jafnaði. Þar næst eru Íslandsmeistarar Keflavíkur með 79,0 stig og í þriðja sæti eru Haukar með 69,7 stig. Í fráköstum leiðir Hamar einnig í deildinni með 49,7 fráköst í leik og þá er Hamar einnig í efsta sæti yfir hæsta framlag í leik eða 92,0 stig að jafnaði. Valskonur leiða svo deildina í stoðsendingum með 18,8 stoðsendingar á hvern leik.
Fram til þessa í deildinni hafa verið leiknir 23 leikir og í þeim gert alls 3050 stig. 1948 fráköst hafa verið tekin, 694 stoðsendingar hafa verið gefnar og 207 þriggja stiga körfur hafa verið skoraðar.
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla og þeir sem hafa enn ekki kynnt sér tölfræðiútsendingarsíðu KKÍ geta nálgast hana hér: http://server4.mbt.lt/prod/kki/



