spot_img
HomeFréttirBarkley verður Burgundy

Barkley verður Burgundy

 
Hvað eiga Charles Barkley og Ron Burgundy sameiginlegt? Þeir lesa það sem fyrir þá er lagt á textavélinni! Báðir kapparnir ættu að vera vel flestum kunnugir en Charles Barkley gerði garðinn frægan með Philadelphia 76ers og síðar Phoenix Suns. Will Ferrell fór svo á kostum sem fréttaþulurinn í kvikmyndinni Anchorman.
Eins og mörgum fyrrverandi NBA leikmanninum er tamt þá var Barkley á sjónvarpsstöðinni TNT að leggja mat á hina og þessa hluti í NBA deildinni. Einn þáttarstjórnenda gerðist svo frakkur að skrifa inn í texta sem Barkley átti að lesa: I´m a dumbass!
 
Og viti menn, Barkley beit á agnið. Sjá hér.
Fréttir
- Auglýsing -