
10:55:54
Charles Barkley hóf í gær þriggja daga afplánun vegna ölvunaraksturs sem hann varð uppvís að um áramótin. Hann var í upphafi dæmdur til tíu daga fangelsisvistar, en fékk viku fellda niður ef hann sækir áfengismeðferð í staðinn.
Stofnunin sem Barkely gistir á er ekki beint í anda þess sem lesendur þekkja úr sjónvarpi enda þótt maður af hans stærðargráðu þyrfti varla að hafa áhyggjur af lífi sínu og limum. Fangar á stofnuninni gista ekki í klefum heldur í eins manns tjöldum undir berum himni og hefur fangelsisstjórinn sagt að hegðun Barkleys hafi verið til fyrirmyndar.



