spot_img
HomeFréttirBarist í Hólminum í kvöld

Barist í Hólminum í kvöld

07:00
{mosimage}

 

(Hlynur Bæringsson skartið myndarlegum plástri á lokasprettinum í Röstinni) 

 

Annar leikur Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar fer fram í Stykkishólmi í kvöld kl. 19:15. Snæfell vann fyrsta leik liðanna 94-97 í Röstinni í Grindavík með sterkum endaspretti.

 

Fyrsti leikur liðanna í Grindavík var mikill baráttuleikur og þó mikið væri skorað var leikurinn ekki sá áferðafallegasti. Hlynur Bæringsson fór blóðgaður af velli og menn ófeimnir við að láta fyrir sér finna. Það er því von á miklum barningi í Stykkishólmi í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -