spot_img
HomeFréttirBarist á Suðurlandinu í kvöld

Barist á Suðurlandinu í kvöld

15:17

{mosimage}

 

(Sæmundur Oddsson leikmaður Ármanns) 

 

Tveir leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld og fara þeir báðir fram á Suðurlandinu. Kl. 19:15 mætast FSu og Valur í Iðu á Selfossi og kl. 20:00 í Þorlákshöfn mætast heimamenn og Ármann.

 

Gera má ráð fyrir hörkuslag á Selfossi í kvöld en FSu eru ósigraðir til þessa en Valsmenn létu í minni pokann gegn KFÍ í síðustu umferð. Ármenningar veittu síðan Breiðablik góða keppni í Smáranum í síðustu umferð en máttu sætta sig við ósigur. Þór Þorlákshöfn hefur ekki enn náð sigri í deildinni og því von á Suðurlandsskjálfta í kvöld.

 

Staðan í deildinni

 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -