spot_img
HomeFréttirBárður: Lékum hörkuvörn í lokin

Bárður: Lékum hörkuvörn í lokin

22:19
{mosimage}

 

(Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis) 

 

Fjölnismenn eru komnir í bikarúrslitaleik karla í annað sinn í sögu félagsins eftir frækinn baráttusigur gegn Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Lokatölur leiksins voru 83-85 Fjölni í vil sem í gær fengu nýjan mann til liðs við sig að nafni Pete Strobl en hann náði æfingu í hádeginum með Fjölni í dag og stóð sig vel í þessum magnaða sigri Fjölnismanna. Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis var sáttur í leikslok þegar Karfan.is náði af honum tali þar sem hann gæddi sér á hamborgara í Hyrnunni.

 

,,Það voru um 5 mínútur eftir af leiknum þegar við vorum 13 stigum undir en við komum fljótt til baka og lékum hörkuvörn undir lokin,” sagði Bárður sem viðurkenndi að Fjölnismenn hefðu farið pressuminni í þennan leik en Skallagrímsmenn.

 

,,En þetta var undanúrslitaleikur í bikarnum og við að setja saman nýtt lið og vonandi er komið jafnvægi í okkar leik en við erum komnir með hörkugóðan miðherja í Knitter og Strobl stóð sig vel í kvöld,” sagði Bárður um nýja manninn en Strobl þessi er Bandaríkjamaður með austurrískt vegabréf.

 

Bárður mun því mæta sínu gamla félagi Snæfell í Laugardalshöll sunnudaginn 24. febrúar þegar Fjölnir og Snæfell leika til bikarúrslita. ,,Það verður ekki leiðinlegt,” sagði Bárður um bikarúrslitaleikinn enda þekkir hann hvern krók og kima í leikmönnum á borð við Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson.

 

Nánar verður greint síðar frá rimmu Skallagríms og Fjölnis sem fram fór í Borgarnesi í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -