spot_img
HomeFréttirBárður hættir með Tindastól eftir tímabilið

Bárður hættir með Tindastól eftir tímabilið

Bárður Eyþórsson hefur tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samning sinn við kkd Tindastóls, sem renna mun út að loknu tímabilinu. Harmar stjórn kkd þessa ákvörðun Bárðar enda var aldrei í huga stjórnar annað en að framlengja við Bárð. Þetta kemur fram á Tindastóll.is
 
 
Í frétt á heimasíðu Tindatóls segir einnig:
 
En stjórn kkd vill að það komi fram að engin óánægja er á milli þjálfarans og stjórnar, er þetta alfarið ákvörðum Bárðar. Bárður mun klára þetta tímabil með mfl, unglingafl, drengjafl og 11 flokk eins og samningur segir og verðum við bara að virða þessa ákvörðun hans. Stjórn kkd er mjög ánægð með störf Bárðar og þykir leitt að sú samvinna sé að verða á enda komin. Það eru 4 leikir eftir í 1 deildinni og klára verður þá með sæmd og koma liðinu upp á meðal þeirra bestu aftur, þar sem við eigum klárlega heima.
  
Fréttir
- Auglýsing -