spot_img
HomeFréttirBárður Eyþórsson: Gaman að mæta Snæfell

Bárður Eyþórsson: Gaman að mæta Snæfell

07:20

{mosimage}

Það fór ekki á milli mála að Bárður Eyþórsson er vel virtur af stuðningsmönnum Snæfells en þegar fréttaritari Karfan.is ætlaði að ná tali af honum var vart hægt að ná til hans fyrir stuðningsmönnum Snæfells sem vildu taka í hendina á honum eftir leikinn.  Bárður gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum .

Hann sagði liðið vera að bæta sig en það væri erfitt fyrir liðið að spila sinn besta leik þegar lykilmaður er frá vegna meiðsla.  Hann segir fráfall Hreggviðs Magnússonar vera fyrir ÍR eins og fyrir Snæfell að missa Hlyn Bærings eða Njarðvík að missa Friðrik Stefáns. Þegar hann var aðspurður um erlendan leikmann liðsins, LaMar Owens sagði hann LaMar verða að sýna meira því hann sé á launum hjá félaginu og því hreinlega krafsist meira af honum.  Það væri hins vegar stefna hans að fá íslensku leikmennina inní liðið. 

Gísli Ólafsson – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -